Fréttir
Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2023
Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2023 í samræmi við ákvæði laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun og reglur nr. 1091/2020, um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlitið fari fram í september, október og nóvember 2023.
Endurskoðendaráð leitar nú eftir gæðaeftirlitsmönnum. Í samræmi við 32. gr. laga nr. 94/2019 skulu gæðaeftirlitsmenn hafa viðeigandi menntun og reynslu í endurskoðun og reikningsskilum. Starfandi endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja geta verið gæðaeftirlitsmenn.
Endurskoðendaráð mun halda námskeið fyrir þá sem verða valdir til þátttöku í gæðaeftirlitinu. Áætlað er að námskeiðið verði haldið í lok sumars.
Áhugasamir sendi inn umsókn á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is eigi síðar en 1. júní 2023. Í umsókn skal gera grein fyrir menntun og starfsreynslu af endurskoðun og tengdum störfum. Þá er óskað upplýsinga um þjálfun í gæðaeftirliti og reynslu af framkvæmd gæðaeftirlits.

Fjórtán nýir löggiltir endurskoðendur
Fjórtán einstaklingar stóðust prófin sem prófnefnd endurskoðenda hélt í október síðastliðnum og fengu þeir löggildingarskírteini sín afhent þann 14. desember 2022.
Endurskoðendaráð óskar hinum nýútskrifuðu endurskoðendunum velfarnaðar í störfum sínum, en þeir eru:
Albert Jóhannsson
Ármann Steinar Gunnarsson
Einar Örn Sigurjónsson
Eiríkur Kristófersson
Elín Edda Angantýsdóttir
Gerður Þóra Björnsdóttir
Helena Rós Sigurðardóttir
Karl Óskar Þráinsson
Lilja Brandsdóttir
Rebekka Helga Pálsdóttir
Sigríður Ellen Arnardóttir
Sigurjón Oddsson
Svanhildur Skúladóttir
Sævar Stefánsson
Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda
Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun, skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu.
Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda ráðinu staðfestingu sína innan tilskilinna tímamarka á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is.
Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa
Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa voru haldin í október. Alls voru próftakar 35 talsins. Prófin voru haldin í Háskólanum í Reykjavík. Líkt og í fyrra gafst próftökum kostur á að óska eftir að taka próf í heimabyggð og voru prófin í ár einnig tekin á Akranesi, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi og í Vestmannaeyjum.
Próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum fór fram þann 6. október. Tóku alls 25 manns prófið.
Próf í endurskoðun og reikningsskilum fór fram 10. og 13. október. Tóku alls 28 manns prófið.
Áætlað er að niðurstöður liggi fyrir um mánaðamótin nóvember/desember og að útskrift verði þann 14. desember.
- Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa
- Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2022
- Staðfesting endurskoðenda á starfsábyrgðartryggingu 2022
- Átta nýir löggiltir endurskoðendur
- Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa fóru fram í október
- Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs hófst í október
- Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa
- Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs 2021
- Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum
- Staðfesting endurskoðenda um starfsábyrgðartryggingu
- Sex nýir löggiltir endurskoðendur
- Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda.
- Reglur um um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda og hámark eigin áhættu
- Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda
- Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa