Fréttir

Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa fóru fram í október - 29.10.2021

Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa fóru fram dagana 8., 11. og 15. október 2021. Alls þreyttu 25 nemendur próf í endurskoðun og reikningsskilum og 15 nemendur próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum. 

Þess má geta að próftakar fengu nú í fyrsta sinn heimild til að þreyta prófin á landsbyggðinni og voru próf haldin samtímis á fjórum stöðum á landinu.

Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs hófst í október - 29.10.2021

 Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs er nú hafið í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum  um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda nr. 1091/2020, sem gildi tóku þann 11. nóvember 2020.  Að þessu sinni fer fram gæðaeftirlit hjá níu endurskoðunarfyrirtækjum.

Yfirumsjón með gæðaeftirliti endurskoðendaráðs hefur Margrét Flóvenz, endurskoðandi og eru gæðaeftirlitsmenn, sem annast framkvæmd eftirlitsins, þrettán talsins.  

 

Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa - 6.7.2021

Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa verða haldin 8., 11. og 15. október 2021.

Lesa meira

Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs 2021 - 6.7.2021

Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs fer fram í september til nóvember næstkomandi. Fyrirsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem sæta munu gæðaeftirliti að þessu sinni, hefur  verið send tilkynning þess efnis.

Lesa meira

Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica