Fréttir

Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa - 8.7.2022

Með vísan til laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í október 2022 sem hér segir:

Próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum:

Fimmtudaginn 6. október.

Prófið hefst kl. 9 og stendur til kl. 14.

 

Próf í endurskoðun og reikningsskilum:

Fyrri hluti mánudaginn 10. október.

Seinni hluti fimmtudaginn 13. október.

Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 16.


Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 595/2020 um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa.

Próftökugjald er kr. 360.000.- fyrir próf í endurskoðun og reikningsskilum og kr. 120.000.- fyrir próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum. Greiða þarf staðfestingargjald fyrir hvort próf sem er 20% af fjárhæð prófgjalds.

Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir laugardaginn 8. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi eða í tölvupósti á jon.a.baldurs@gmail.com.

Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 5. og 7. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 94/2019. Próftakar fá þá senda reikninga fyrir prófgjaldinu og skal allt prófgjaldið vera greitt fyrir 15. september nk.

Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk.

Reykjavík, 2. júlí 2022.

Prófnefnd löggiltra endurskoðenda

Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2022 - 15.5.2022

Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2022 í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019 og reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda, nr. 1091/2020. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlit fari fram í september, október og nóvember 2022.

Endurskoðendaráð leitar nú eftir gæðaeftirlitsmönnum. Í samræmi við 32. gr. laga nr. 94/2019 skulu gæðaeftirlitsmenn hafa viðeigandi menntun og reynslu í endurskoðun og reikningsskilum. Starfandi endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja geta verið gæðaeftirlitsmenn.

Endurskoðendaráð mun halda námskeið fyrir þá sem verða valdir til að taka þátt í gæðaeftirlitinu og er áætlað að námskeiðið verði haldið fyrrihluta júnímánaðar.

Áhugasamir eru beðnir að senda inn umsóknir á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is eigi síðar en þann 26. maí 2022. Í umsóknum skal gera grein fyrir menntun og starfsreynslu af endurskoðun og tengdum störfum. Þá er óskað eftir upplýsingum um þjálfun í gæðaeftirliti og reynslu af framkvæmd gæðaeftirlits. 

Staðfesting endurskoðenda á starfsábyrgðartryggingu 2022 - 10.1.2022

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skal endurskoðandi fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að hann hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að skila staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu sinni vegna ársins 2022 fyrir 15. janúar nk. á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is.


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica