Ellefu nýir löggiltir endurskoðendur
Ellefu einstaklingar stóðust prófin sem prófnefnd endurskoðenda hélt í október síðastliðnum og fengu þeir löggildingarskírteini sín afhent þann 7. desember 2023.
Endurskoðendaráð óskar hinum nýútskrifuðu endurskoðendum velfarnaðar í störfum sínum, en þeir eru:
Arnór Orri Jóhannsson
Ágústa Tryggvadóttir
Björn Víkingur Þórðarson
Elfa Dís Gunnarsdóttir
Eyðdís Heimisdóttir
Jóhann Andri Kristjánsson
Kalman Stefánsson
Kristófer Fannar Þórsson
Runólfur Sveinn Sigmundsson
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson
Sindri Snær Símonarson