Kvartanir

Hver sá sem telur á sér brotið af hálfu endurskoðanda með aðgerðum eða aðgerðaleysi hans getur skotið málinu til endurskoðendaráðs til úrskurðar. Kvartanir verða að vera skriflegar og skulu berast ráðinu á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is eða á póstfang ráðsins; Borgartún 26, 105 Reykjavík.

Í kvörtun skal gefa upp fullt nafn þess endurskoðanda sem kvartað er yfir og lýsa helstu málsatvikum. Þá skulu fylgja kvörtun þau gögn sem nauðsynleg eru til að endurskoðendaráð geti tekið málið til meðferðar.

Mál skal lagt fyrir endurskoðendaráð með skriflegu erindi svo fljótt sem verða má en eigi síðar en fjórum árum eftir að meint brot var framið.

Almennt þurfa aðilar að bera kostnað sem þeir leggja í vegna málsmeðferðar fyrir endurskoðendaráði sjálfir,  en endurskoðendaráði er þó heimilt, ef sérstaklega stendur á, að skylda málsaðila til að greiða gagnaðila sínum málskostnað vegna rekstrar máls fyrir ráðinu.

Ef endurskoðendaráð telur sýnt að endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki hafi í störfum sínum brotið gegn lögum um endurskoðendur og endurskoðun veitir endurskoðendaráð viðkomandi aðila áminningu eða fellir niður löggildingu endurskoðandans. Þá getur endurskoðendaráð lagt stjórnvaldssektir á endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem brjóta gegn lögunum.


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica