Prófnefnd

Til þess að öðlast löggildingu til endurskoðunarstarfa verður viðkomandi að standast próf sem prófnefnd annast. Nánari reglur um próf er að finna í reglugerð nr. 595/2020 .

Prófnefnd

Endurskoðendaráð skipar þriggja manna prófnefnd endurskoðenda til fjögurra ára í senn. Prófnefnd var skipuð í ársbyrjun 2020 og er skipunartími nefndarinnar því til ársloka 2023.

Prófnefnd heldur próf fyrir þá sem sækja um löggildingu til endurskoðunarstarfa. 

Í prófnefnd eru:

Jón Arnar Baldurs, formaður

Sigrún Guðmundsdóttir

Unnar Friðrik Pálsson

Fyrirkomulag prófa

Prófin eru haldin einu sinni á ári. Prófnefnd getur fellt niður prófin í heild eða einstaka prófhluta ef færri en 10 manns skrá sig í prófið eða prófhlutann.

Prófnefnd auglýsir fyrirhuguð próf með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara og skal umsóknum skilað til prófnefndar eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir upphaf prófa. Tilkynningu skal fylgja staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum laga um endurskoðendur og endurskoðun til að þreyta prófin.

Prófin skiptist í tvo prófhluta. Prófnefnd tekur hverju sinni ákvörðun um fjölda sjálfstæðra úrlausnarefna innan hvers prófhluta, efnissvið þeirra og lengd próftíma.

Núgildandi skipting í prófhluta er þannig að prófað er í endurskoðun og reikningsskilum annars vegar og skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum hins vegar.

Ef prófmaður nær ekki tilskilinni lágmarkseinkunn er honum heimilt að þreyta próf eða viðkomandi prófhluta að nýju þegar próf eru haldin. Frá því að prófmaður nær fullnægjandi árangri í fyrsta prófhluta og þar til hann hefur lokið síðasta prófhluta mega líða þrjú ár hið mesta.

Kynningu prófnefndar á fyrirkomulagi prófa 2022 má nálgast hér .


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica