Lesefni

Löggildingarprófin eru byggð upp á nokkrum meginþáttum samanber það sem fram kemur í 3. gr. reglugerðar nr. 589/2020.

Megináhersla er lögð á endurskoðun, þ.e. yfirferð á áður gerðum fjárhagsupplýsingum, að sannreyna réttmæti þeirra, yfirfara ferla við gerð upplýsinganna og síðast en ekki síst skýrslugerð um niðurstöður endurskoðunar. Fjárhagsupplýsingar geta verið af ýmsu tagi, frá formlegum reikningsskilum (ársreikningar, árshlutareikningar o.s.frv.) til stjórnendaupplýsinga hvers konar (kostnaðarbókhald, innri upplýsingagjöf o.s.frv.). Ennfremur tekur endurskoðunin til annarra atriða svo sem áhættustýringar, innra eftirlits, tölvuendurskoðunar, gagnagreininga o.fl.

Í öðru lagi er lögð áhersla á reikningsskilagerð og gerð hvers konar annarra fjárhagsupplýsinga, auk grunnþekkingar í fjármálum. Nauðsynlegt er að búa yfir mikilli þekkingu á gerð fjárhagsupplýsinga til þess að geta innt af hendi endurskoðun þeirra.

Í þriðja lagi er lögð áhersla á þekkingu á lögum um félagarétt og skattarétt hvers konar, auk þekkingar á stjórnarháttum fyrirtækja og siðareglum sem gilda um endurskoðendur.

  1. Í endurskoðun mun reyna á þekkingu á endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla ISA (International Standards on Auditing). Gert er ráð fyrir að prófmenn geti rökstutt svör og lausnir á einstökum endurskoðunarverkefnum með tilvísun í alþjóðlega staðla. Meðal annars verða lögð fyrir verkefni sem ætlað er að sýna færni prófmanna í að leysa raunhæf vandamál sem geta komið fyrir í starfi endurskoðenda. Til undirbúnings þessa þáttar prófsins skal bent á efni sem kennt er á námskeiðum í endurskoðun við Viðskiptafræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík (eða í sambærilegu námi), endurskoðunarkafla laga um ársreikninga, lög um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019 og önnur lagaákvæði, reglur, tilmæli og leiðbeiningar er varða með einhverjum hætti störf endurskoðenda. Einnig skal bent á samþykktir og siðareglur FLE, Handbook of International Quality Control, Auditing, Review, Other Assurance and Related Services Pronouncements, Guide to Using International Standards on Auditing in the Audit of Small- and Medium-Sized Entities, auk annarra leiðbeininga um endurskoðun sem Alþjóðasamband endurskoðenda (IFAC) gefur út.

  1. Í reikningsskilafræðum og gerð fjárhagsupplýsinga reynir á skilning á reikningsskilareglum, einkum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum IFRS og IAS (International Financial Reporting Standards/International Accounting Standards). Jafnframt er látið reyna á færni prófmanna við að leysa úr ýmsum atriðum er varða reikningsskil fyrirtækja og stofnana og á færni við að leysa ýmis önnur fjárhagsverkefni og raunhæf vandamál sem koma fyrir í starfi endurskoðenda. Lögð verður sérstök áhersla á þekkingu prófmanna á helstu hugtökum og reglum reikningshalds og aþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þegar við á getur lausn verkefnis verið fólgin í því að reifa viðkomandi mál almennt í stað eins tiltekins svars. Gera má ráð fyrir að semja þurfi bréf eða greinargerðir, þar sem gerð er grein fyrir álitaefnum og úrlausn þeirra. Til undirbúnings er einkum bent á það efni sem kennt er í BS námi og meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, eða hliðstætt efni og Alþjóðlega reikningsskilastaðla frá Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB). Einnig má benda á lög og reglugerðir um ársreikninga, lög um bókhald og efni frá Alþjóðlega reikningsskilaráðinu.

  1. Í félaga- og skattarétti reynir einkum á kunnáttu prófmanna á ákvæðum viðkomandi laga, sem og reglum sem settar hafa verið um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Lögð er sérstök áhersla á lög um tekjuskatt, en jafnframt má gera ráð fyrir að prófað verði úr öðrum lögum um skatta sem ætla má að endurskoðendur þurfi að kunna skil á, t.d. lögum um virðisaukaskatt. Þá er nauðsynlegt að prófmenn þekki meginreglur félagaréttar og tvísköttunarsamninga og hafi kynnt sér efni og reglur um góða stjórnarhætti félaga og siðfræði hvers konar sem snýr að endurskoðendum. Lögð verða fyrir töluleg verkefni og spurningar. Ætlast er til að prófmenn geti bæði leyst verkefni tölulega og skýrt úrlausn eftir því sem þörf er á. Þegar við á getur lausn verkefnis verið fólgin í því að reifa viðkomandi mál almennt í stað eins tiltekins svars. Prófmenn mega gera ráð fyrir því að þurfa að fjalla um álitaefni í skattamálum, til dæmis með því að skrifa kæru til úrskurðaraðila. Að gagni kemur að kynna sér, auk laga og reglugerða, fræðibækur um skattarétt, dóma sem gengið hafa í skattamálum (haestirettur.is), úrskurði yfirskattanefndar (yskn.is), bindandi álit og ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra (rsk.is) og skrif um einstaka þætti skattamála sem birst hafa. Að því er varðar aðra þætti er bent á útgefið efni um stjórnarhætti fyrirtækja m.a. af Viðskiptaráði (vi.is), kennsluefni um siðfræði og siðareglur endurskoðenda.

Lesefni

Löggildingarprófin eru byggð upp á nokkrum meginþáttum samanber það sem fram kemur í 3. gr. reglugerðar nr. 589/2020.

Megináhersla er lögð á endurskoðun, þ.e. yfirferð á áður gerðum fjárhagsupplýsingum, að sannreyna réttmæti þeirra, yfirfara ferla við gerð upplýsinganna og síðast en ekki síst skýrslugerð um niðurstöður endurskoðunar. Fjárhagsupplýsingar geta verið af ýmsu tagi, frá formlegum reikningsskilum (ársreikningar, árshlutareikningar o.s.frv.) til stjórnendaupplýsinga hvers konar (kostnaðarbókhald, innri upplýsingagjöf o.s.frv.). Ennfremur tekur endurskoðunin til annarra atriða svo sem áhættustýringar, innra eftirlits, tölvuendurskoðunar, gagnagreininga o.fl.

Í öðru lagi er lögð áhersla á reikningsskilagerð og gerð hvers konar annarra fjárhagsupplýsinga, auk grunnþekkingar í fjármálum. Nauðsynlegt er að búa yfir mikilli þekkingu á gerð fjárhagsupplýsinga til þess að geta innt af hendi endurskoðun þeirra.

Í þriðja lagi er lögð áhersla á þekkingu á lögum um félagarétt og skattarétt hvers konar, auk þekkingar á stjórnarháttum fyrirtækja og siðareglum sem gilda um endurskoðendur.

  1. Í endurskoðun mun reyna á þekkingu á endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla ISA (International Standards on Auditing). Gert er ráð fyrir að prófmenn geti rökstutt svör og lausnir á einstökum endurskoðunarverkefnum með tilvísun í alþjóðlega staðla. Meðal annars verða lögð fyrir verkefni sem ætlað er að sýna færni prófmanna í að leysa raunhæf vandamál sem geta komið fyrir í starfi endurskoðenda. Til undirbúnings þessa þáttar prófsins skal bent á efni sem kennt er á námskeiðum í endurskoðun við Viðskiptafræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík (eða í sambærilegu námi), endurskoðunarkafla laga um ársreikninga, lög um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019 og önnur lagaákvæði, reglur, tilmæli og leiðbeiningar er varða með einhverjum hætti störf endurskoðenda. Einnig skal bent á samþykktir og siðareglur FLE, Handbook of International Quality Control, Auditing, Review, Other Assurance and Related Services Pronouncements, Guide to Using International Standards on Auditing in the Audit of Small- and Medium-Sized Entities, auk annarra leiðbeininga um endurskoðun sem Alþjóðasamband endurskoðenda (IFAC) gefur út.

  1. Í reikningsskilafræðum og gerð fjárhagsupplýsinga reynir á skilning á reikningsskilareglum, einkum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum IFRS og IAS (International Financial Reporting Standards/International Accounting Standards). Jafnframt er látið reyna á færni prófmanna við að leysa úr ýmsum atriðum er varða reikningsskil fyrirtækja og stofnana og á færni við að leysa ýmis önnur fjárhagsverkefni og raunhæf vandamál sem koma fyrir í starfi endurskoðenda. Lögð verður sérstök áhersla á þekkingu prófmanna á helstu hugtökum og reglum reikningshalds og aþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þegar við á getur lausn verkefnis verið fólgin í því að reifa viðkomandi mál almennt í stað eins tiltekins svars. Gera má ráð fyrir að semja þurfi bréf eða greinargerðir, þar sem gerð er grein fyrir álitaefnum og úrlausn þeirra. Til undirbúnings er einkum bent á það efni sem kennt er í BS námi og meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, eða hliðstætt efni og Alþjóðlega reikningsskilastaðla frá Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB). Einnig má benda á lög og reglugerðir um ársreikninga, lög um bókhald og efni frá Alþjóðlega reikningsskilaráðinu.

  1. Í félaga- og skattarétti reynir einkum á kunnáttu prófmanna á ákvæðum viðkomandi laga, sem og reglum sem settar hafa verið um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Lögð er sérstök áhersla á lög um tekjuskatt, en jafnframt má gera ráð fyrir að prófað verði úr öðrum lögum um skatta sem ætla má að endurskoðendur þurfi að kunna skil á, t.d. lögum um virðisaukaskatt. Þá er nauðsynlegt að prófmenn þekki meginreglur félagaréttar og tvísköttunarsamninga og hafi kynnt sér efni og reglur um góða stjórnarhætti félaga og siðfræði hvers konar sem snýr að endurskoðendum. Lögð verða fyrir töluleg verkefni og spurningar. Ætlast er til að prófmenn geti bæði leyst verkefni tölulega og skýrt úrlausn eftir því sem þörf er á. Þegar við á getur lausn verkefnis verið fólgin í því að reifa viðkomandi mál almennt í stað eins tiltekins svars. Prófmenn mega gera ráð fyrir því að þurfa að fjalla um álitaefni í skattamálum, til dæmis með því að skrifa kæru til úrskurðaraðila. Að gagni kemur að kynna sér, auk laga og reglugerða, fræðibækur um skattarétt, dóma sem gengið hafa í skattamálum (haestirettur.is), úrskurði yfirskattanefndar (yskn.is), bindandi álit og ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra (rsk.is) og skrif um einstaka þætti skattamála sem birst hafa. Að því er varðar aðra þætti er bent á útgefið efni um stjórnarhætti fyrirtækja m.a. af Viðskiptaráði (vi.is), kennsluefni um siðfræði og siðareglur endurskoðenda.

Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica