Endurskoðendaráð

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Löggiltir endurskoðendur

Skýrsla um störf endurskoðendaráðs 2019

Endurskoðendaráð hefur birt skýrslu um störf ráðsins á árinu 2019

Útgefið efni

Skýrsla um framkvæmd gæðaeftirlits 2019

Endurskoðendaráðs hefur birt skýrslu um framkvæmd gæðaeftirlits 2019


29.10.2021 : Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa fóru fram í október

Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa fóru fram dagana 8., 11. og 15. október 2021. Alls þreyttu 25 nemendur próf í endurskoðun og reikningsskilum og 15 nemendur próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum. 

Þess má geta að próftakar fengu nú í fyrsta sinn heimild til að þreyta prófin á landsbyggðinni og voru próf haldin samtímis á fjórum stöðum á landinu.

29.10.2021 : Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs hófst í október

 Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs er nú hafið í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum  um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda nr. 1091/2020, sem gildi tóku þann 11. nóvember 2020.  Að þessu sinni fer fram gæðaeftirlit hjá níu endurskoðunarfyrirtækjum.

Yfirumsjón með gæðaeftirliti endurskoðendaráðs hefur Margrét Flóvenz, endurskoðandi og eru gæðaeftirlitsmenn, sem annast framkvæmd eftirlitsins, þrettán talsins.  

 

Fréttalisti