
Skýrsla um störf endurskoðendaráðs 2021
Endurskoðendaráð hefur birt skýrslu um störf ráðsins á árinu 2021.
Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda
Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun, skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu.
Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda ráðinu staðfestingu sína innan tilskilinna tímamarka á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is.
Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa
Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa voru haldin í október. Alls voru próftakar 35 talsins. Prófin voru haldin í Háskólanum í Reykjavík. Líkt og í fyrra gafst próftökum kostur á að óska eftir að taka próf í heimabyggð og voru prófin í ár einnig tekin á Akranesi, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi og í Vestmannaeyjum.
Próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum fór fram þann 6. október. Tóku alls 25 manns prófið.
Próf í endurskoðun og reikningsskilum fór fram 10. og 13. október. Tóku alls 28 manns prófið.
Áætlað er að niðurstöður liggi fyrir um mánaðamótin nóvember/desember og að útskrift verði þann 14. desember.