Endurskoðendaráð

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Löggiltir endurskoðendur

Skýrsla um störf endurskoðendaráðs 2021

Endurskoðendaráð hefur birt skýrslu um störf ráðsins á árinu 2021.


6.5.2024 : Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2024

Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2024 í samræmi við ákvæði laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun og reglur nr. 1091/2020 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlitið fari fram í september, október og nóvember 2024.

Endurskoðendaráð leitar nú eftir gæðaeftirlitsmönnum. Í samræmi við 32. gr. laga nr. 94/2019 skulu gæðaeftirlitsmenn hafa viðeigandi menntun og reynslu í endurskoðun og reikningsskilum. Starfandi endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja geta verið gæðaeftirlitsmenn.

Endurskoðendaráð mun halda námskeið fyrir þá sem valdir verða til þátttöku í gæðaeftirlitinu. Áætlað er að námskeiðið verði haldið í lok sumars.

Áhugasamir sendi inn umsókn á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is eigi síðar en 3. júní 2024. Í umsókn skal gera grein fyrir menntun og starfsreynslu af endurskoðun og tengdum störfum. Þá er óskað upplýsinga um þjálfun í gæðaeftirliti og reynslu af framkvæmd gæðaeftirlits.

5.1.2024 : Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda endurskoðendaráði staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu sinni innan tilskilinna tímamarka á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is

Fréttalisti