Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda.

Nýjar reglur um framkvæmd gæðaeftirlits á grundvelli laga nr. 94/2019

30.11.2020

Í nóvember tóku gildi nýjar reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda nr. 1091/2020. Í reglunum er m.a. fjallað um inntak gæðaeftirlits, gæðaeftirlitsmenn og framkvæmd gæðaeftirlits. 

Í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019 mun endurskoðendaráð framkvæma gæðaeftirlit vegna endurskoðunar eininga sem tengdar eru almannahagsmunum. Samkvæmt reglunum getur ráðið einnig framkvæmt gæðaeftirlit vegna endurskoðunar eininga sem ekki eru tengdar almanna­hagsmunum, en endurskoðendaráði er heimilt að semja við fagfélög endurskoðenda um framkvæmd slíks gæða­eftirlits hjá félagsmönnum sínum.

Reglurnar má nálgast hér

 


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica