Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2023

9.5.2023

Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2023 í samræmi við ákvæði laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun og reglur nr. 1091/2020, um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlitið fari fram í september, október og nóvember 2023.

Endurskoðendaráð leitar nú eftir gæðaeftirlitsmönnum. Í samræmi við 32. gr. laga nr. 94/2019 skulu gæðaeftirlitsmenn hafa viðeigandi menntun og reynslu í endurskoðun og reikningsskilum. Starfandi endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja geta verið gæðaeftirlitsmenn.

Endurskoðendaráð mun halda námskeið fyrir þá sem verða valdir til þátttöku í gæðaeftirlitinu. Áætlað er að námskeiðið verði haldið í lok sumars.

Áhugasamir sendi inn umsókn á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is eigi síðar en 1. júní 2023. Í umsókn skal gera grein fyrir menntun og starfsreynslu af endurskoðun og tengdum störfum. Þá er óskað upplýsinga um þjálfun í gæðaeftirliti og reynslu af framkvæmd gæðaeftirlits. 


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica