Útgefið efni

Skýrsla um störf endurskoðendaráðs 2023

Endurskoðendaráð hefur birt skýrslu um störf ráðsins á árinu 2023. Skýrsluna má finna hér.

Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda endurskoðendaráði staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu sinni innan tilskilinna tímamarka á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is

Ellefu nýir löggiltir endurskoðendur

Ellefu einstaklingar stóðust prófin sem prófnefnd endurskoðenda hélt í október síðastliðnum og fengu þeir löggildingarskírteini sín afhent þann 7. desember  2023.

 

Lesa meira

Leiðbeiningar um framkvæmd gæðaeftirlits hjá endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum 2023

Endurskoðendaráð hefur gefið út leiðbeiningar um framkvæmd gæðaeftirlits hjá endurskoðunarfyrirtækjum og endurskoðendum. Leiðbeiningarnar má nálgast hér.

Skýrsla um niðurstöðu gæðaeftirlits 2022

Skýrsla endurskoðendaráðs um niðurstöður gæðaeftirlits 2022 er komin út. Skýrsluna má nálgast hér.

Gátlistar fyrir gæðaeftirlit 2023

Eftirfarandi gátlistar eru notaðir í gæðaeftirliti endurskoðendaráðs 2023:

Gátlisti 1 - Innra skipulag og gæðakerfi

Gátlisti 2 - Einstök verkefni

Gátlisti 3 - Endurmenntun


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica