Skýrsla um niðurstöðu gæðaeftirlits 2014

Gæðaeftirliti 2014 var skipt í þrjá megin hluta og var markmið eftirlitsins að ganga úr skugga um að endurskoðendur hlíti ákvæðum laga nr. 79/2008 um endurskoðendur. Fyrsti hlutinn sneri að því að kanna hvort endurskoðendur uppfylli skilyrði í II. kafla laganna um réttindi endurskoðenda. Annar hlutinn fjallaði um athugun á því hvort tekið hafi verið upp gæðakerfi, sbr. 4. mgr. 3. gr. laganna. Þriðji hluti gæðaeftirlitsins beindist síðan að því hvort endurskoðendur færu að bráðabirgaákvæði II um góða endurskoðunarvenju við framkvæmd endurskoðunar samkvæmt 9. gr. laganna. Gæðaeftirlitinu var beint að einstökum endurskoðendum, hvort sem þeir störfuðu einir eða voru í samstarfi með öðrum.

Skýrsluna má nálgast hér:   Skýrsla um niðurstöðu gæðaeftirlits 2014


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica