Störf endurskoðendaráðs á árinu 2009

Ný lög nr. 79/2008 um endurskoðendur tóku gildi 1. janúar 2009. Samkvæmt 14. gr. laganna skipar ráðherra endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn. Endurskoðendaráð var skipað 1. apríl 2009. Meðlimir ráðsins eru:

 

Aðalmenn:

Bjarnveig Eiríksdóttir, formaður skipuð af Fjármálaráðuneyti

Þórður Reynisson, skipaður af Fjármálaráðuneyti

Hildur Árnadóttir, fulltrúi Viðskiptaráðs

Ólafur B. Kristinsson, fulltrúi FLE

Helga Harðardóttir, fulltrúi FLE

Til vara:

Margrét Gunnlaugsdóttir, varamaður formanns skipuð af Fjármálaráðuneyti

Guðmundur Guðbjarnarson, varamaður skipaður af Fjármálaráðuneyti

Brynja Halldórsdóttir, varamaður fulltrúi Viðskiptaráðs

Gerður Guðjónsdóttir, varamaður fulltrúi FLE

Björg Sigurðardóttir, varamaður fulltrúi FLE

Með nýju lögunum er starfssvið endurskoðendaráðs víkkað verulega frá því sem áður var til að taka mið að kröfum tilskipunar 2006/48/EB. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 beinist starfssemi ráðsins aðallega að eftirfarandi:

kröfum um nám, próf og skilyrði löggildingar endurskoðenda.

eftirliti með starfssemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja.

að sjá til þess að til séu stjórnvaldsreglur, siðareglur og endurskoðunarstaðlar.

 

Starfsskyldum sínum sinnir endurskoðendaráð einkum með því að:

gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglna.

sinna reglubundnu eftirliti, frumkvæðiseftirliti og rannsókn mála,

fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög.

veita umsagnir og álit til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla.

sinna samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda.

sinna samstarfi við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES.

Endurskoðendaráð hélt sinn fyrsta fund 14. maí s.á. Ráðið hélt þrettán fundi á árinu auk nokkurra samráðsfunda með Félagi löggiltra endurskoðenda, fjármálaráðuneytinu, efnhags- og viðskiptaráðuneytinu og prófnefnd sem annast framkvæmd löggildingarprófa.

a. Ný reglugerð um löggildingarpróf. Skipun prófnefndar og próftökugjald.

Endurskoðendaráð gerði tillögu til ráðherra að nýrri reglugerð um próf til öflunar endurskoðunarréttinda og tillögu að próftökugjaldi. Ný reglugerð nr. 589/2009 tók gildi 3. júlí 2009. Með henni var breytt fyrirkomulagi prófa. Lagt var af það fyrirkomulag að prófmenn tækju fjögur próf sem þeim var heimilt að taka á fjórum árum. Hið nýja fyrirkomulag gerir ráð fyrir einu verklegu prófi sem tekur tvo daga. Gert er ráð fyrir því að í löggildingarprófi verði framvegis lögð meiri áhersla á verklega kunnáttu til að nýta fræðileg þekkingu. Endurskoðendaráð gerði einnig tillögu til ráðherra að nýju próftökugjaldi er tók mið af hinu nýja fyrirkomulagi og skipaði nýja prófnefnd til að annast framkvæmd prófa. Prófnefndina skipa:

Árni Tómasson, formaður,

Sæmundur G. Valdimarsson,

Sigrún Guðmundsdóttir.

b. Viðurkenning á námi í íslenskum háskólum.

Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008 er skilyrði þess að aðili öðlist löggildingu að hann hafi lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennt er af endurskoðendaráði. Ráðið hefur kallað eftir gögnum frá íslenskum háskólum sem bjóða uppá meistaranám í endurskoðum og reikningsskilum og mun í framhaldinu meta hvort það fullnægi þeim kröfum sem gera verður til menntunar endurskoðenda, sbr. ákvæði laga nr. 79/2008 eins og þau verða skýrð í ljósi 8. félagatilskipunarinnar varðandi þær kröfur er gera verður til menntunar endurskoðenda.

c. Nýjar reglur um gæðaeftirlit og skipan gæðaeftirlitsmanna. Framkvæmd gæðaeftirlits.

Endurskoðendaráð samþykkti nýjar reglur nr. 912/2009 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 13. nóvember 2009. Er í reglunum gert ráð fyrir því að framkvæmdin verði að mestu óbreytt vegna gæðaeftirlits 2009 enda eru reglurnar að fyrirmynd eldri reglna sem Félag löggiltra endurskoðenda setti. Endurskoðendaráð gerir ráð fyrir því að taka framkvæmd gæðaeftirlits til gagngerrar endurskoðunar og að setja nýjar reglur á árinu 2010.

Endurskoðendaráð samþykkti á fundi sínum þann 25. september tilnefningu Félags löggiltra endurskoðenda á eftirlitsmönnum til að annast framkvæmd gæðaeftirlits. Í framhaldinu hélt ráðið í samráði við gæðanefnd félagsins fundi með eftirlitsmönnum til undirbúnings eftirlitinu. Samkvæmt reglunum skal gæðaeftirlitið fara fram á tímabilinu október til desember ár hvert. Eftirlitsskýrslur skulu afhentar Félagi löggiltra endurskoðenda í lok gæðaeftirlits og eigi síðar en 1. mars 2010 að loknu tímabili gæðaeftirlits 2009. Félag löggiltra endurskoðenda skal taka saman niðurstöður gæðaeftirlitsins og afhenda endurskoðendaráði eigi síðar en fjórum vikum eftir að félaginu bárust eftirlitsskýrslur. Mun endurskoðendaráð í kjölfarið fjalla um niðurstöður eftirlitsins og taka ákvörðun um viðeigandi eftirfylgni ef þörf krefur.

d. Reglulegt eftirlit með því að endurskoðendur hafi gilda starfsábyrðatryggingu.

Í september 2009 sendi Félag löggiltra endurskoðenda endurskoðendaráði yfirlit yfir endurskoðendur sem ekki höfðu skilað inn til félagsins staðfestinfu á ábyrgðartryggingu eins og kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 79/2008. Í lok september sendi endurskoðendaráð 31 endurskoðanda bréf samkvæmt 17. gr. laga nr. 79/2008 vegna þess að viðkomandi hafði ekki skilað inn fullnægjandi gögnum um að hann hefði í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og áskilið er í lögum nr. 79/2008. Var athygli viðkomandi vakin á skyldu til að hafa ábyrgðartryggingu og óskað skýringa á því hvers vegna ekki hafi verið lögð fram fullnægjandi gögn um tryggingu. Jafnframt var skorað á viðkomandi að bæta úr annmörkum með því að afla sér tryggingar eða eftir atvikum að leggja inn réttindi sín. Í framhaldinu sendi ráðið síðan ábyrgðarbréf til 16 endurskoðenda þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja inn réttindi sín eða eftir atvikum að fá sér ábyrgðartryggingu áður en til þess kæmi að ráðið leggði til við ráðherra að hann felldi niður réttindi. Gert er ráð fyrir að eftirfylgni verði lokið í byrjun árs 2010 með því að endurskoðendaráð sendi ráðherra lista yfir þá endurskoðendur er ekki hafa lögboðna tryggingu og leggi til niðurfellingu réttinda.

Framangreindar tölur verður að taka með þeim fyrirvara að í fáum eða engum tilvikum virtist sem svo að starfandi endurskoðandi hafi ekki aflað sér eða dregið að afla sér ábyrgðartryggingar. Stærstur hluti þessa hóps eru endurskoðendur sem ekki hafa ábyrgðartryggingu vegna þess að Endurskoðendaráð

þeir hafa annað hvort hætt störfum fyrir aldurs sakir eða snúið sér að öðrum störfum en höfðu ekki lagt inn réttindi sín með þeim formlegum hætti sem gert er ráð fyrir í lögum nr. 79/2008. Aðrar tilgreindar ástæður eru tímabundið leyfi sökum náms eða veikinda auk þess sem tveir aðilar munu hafa flutt af landi brott.

e. Umfang starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda.

Samkvæmt lögum nr. 79/2008 ber endurskoðendum að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af ásetningi eða gáleysi í störfum hans eða starfsmanna hans. Endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur hafi starfsábyrgðartryggingu í samræmi við ákvæði laga nr. 79/2008. Ráðherra skal kveða á um í reglugerð lágmark fjárhæðar ábyrgðartryggingar að fengnum tillögum endurskoðendaráðs. Upp kom sú staða á árinu að tryggingafélög á Íslandi buðu ekki uppá ábyrgðartryggingu endurskoðenda vegna ásetningsbrota. Báru félögin því við að ekki fengist endurtrygging vegna slíks tjóns. Endurskoðendaráð fjallaði um málið á fundum sínu og ritaði ráðherra bréf 2. september 2009 þar sem það lýsti áhyggjum sínum vegna þessa og vandamálum sem af þessu gætu hlotist. Í nóvember lagði efnahags- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/2008 þar sem gert er ráð fyrir því að felld verði brott úr lögunum krafa um að ábyrgðartryggingar endurskoðenda taki til ásetningsbrota.

f. Reglur um endurmenntun.

Það er skilyrði löggildingar að endurskoðandi uppfylli lögbundnar kröfur um endurmenntun. Gerðar eru kröfur um tiltekinn tímafjölda, 120 klukkustundir, á hverju þriggja ára tímabili og tiltekið lágmark árlega, 20 klukkustundir. Félag löggiltra endurskoðenda heldur skrá yfir endurmenntun endurskoðenda og endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur uppfylli kröfur um endurmenntun. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 hefst nýtt endurmenntunartímabil endurskoðenda 1. janúar 2010. Endurmenntunartímabil endurskoðanda hefst 1. janúar árið eftir löggildingu. Fyrir liggur að sökum breyttra krafna um endurmenntun að ráðherra muni þurfa að setja nýjar reglur um tilhögun endurmenntunar og eftirlit með því að kröfum sé fylgt. Endurskoðendaráð og Félag löggiltra endurskoðenda fjölluðu um hinar nýju lagakröfur og mögulega framkvæmd á fundi sínum í desember 2009 og munu halda annan fund í byrjun árs 2010 með það fyrir augum að senda tillögur um tilhögun á reglum um endurmenntun til ráðherra.

g. Samvinna við lögbær yfirvöld í EES.

Endurskoðendaráð skal hafa samvinnu við lögbær yfirvöld í ríkjum innan EES, í aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum við eftirlit og rannsókn með störfum endurskoðenda. Á vettvangi ESB starfar sérfræðinganefnd (European Group of Auditor Oversight Bodies) sem m.a. vinnur að því að skilgreina nánar umfang samvinnu lögbærra yfirvalda. Endurskoðendaráð er þátttakandi í þessu samstarfi í gegnum EES samninginn. Ráðið hefur ekki enn sótt fundi en fylgist með þróun mála.

h. Önnur mál.  

Á fundum sínum hefur Endurskoðendaráð einnig fjallað um viðurkenningu hérlendis á námi við erlenda háskóla, skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda, þýðingarmál vegna setningar alþjóðlegra staðla og hvernig standa beri að innleiðingu staðlanna á Íslandi, setningu siðareglna í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og veitti umsögn um tillögur ráðuneytisins um opinbera skrá yfir endurskoðendur o.fl.

26. febrúar 2010,

Endurskoðendaráð.

Skýrsluna má finna á PDF formi með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

Skyrsla-um-storf-endurskodendarads-2009

 



Ársskýrslur

Störf endurskoðendaráðs á árinu 2009

Ný lög nr. 79/2008 um endurskoðendur tóku gildi 1. janúar 2009. Samkvæmt 14. gr. laganna skipar ráðherra endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn. Endurskoðendaráð var skipað 1. apríl 2009. Meðlimir ráðsins eru:

 

Aðalmenn:

Bjarnveig Eiríksdóttir, formaður skipuð af Fjármálaráðuneyti

Þórður Reynisson, skipaður af Fjármálaráðuneyti

Hildur Árnadóttir, fulltrúi Viðskiptaráðs

Ólafur B. Kristinsson, fulltrúi FLE

Helga Harðardóttir, fulltrúi FLE

Til vara:

Margrét Gunnlaugsdóttir, varamaður formanns skipuð af Fjármálaráðuneyti

Guðmundur Guðbjarnarson, varamaður skipaður af Fjármálaráðuneyti

Brynja Halldórsdóttir, varamaður fulltrúi Viðskiptaráðs

Gerður Guðjónsdóttir, varamaður fulltrúi FLE

Björg Sigurðardóttir, varamaður fulltrúi FLE

Með nýju lögunum er starfssvið endurskoðendaráðs víkkað verulega frá því sem áður var til að taka mið að kröfum tilskipunar 2006/48/EB. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 beinist starfssemi ráðsins aðallega að eftirfarandi:

kröfum um nám, próf og skilyrði löggildingar endurskoðenda.

eftirliti með starfssemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja.

að sjá til þess að til séu stjórnvaldsreglur, siðareglur og endurskoðunarstaðlar.

 

Starfsskyldum sínum sinnir endurskoðendaráð einkum með því að:

gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglna.

sinna reglubundnu eftirliti, frumkvæðiseftirliti og rannsókn mála,

fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög.

veita umsagnir og álit til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla.

sinna samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda.

sinna samstarfi við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES.

Endurskoðendaráð hélt sinn fyrsta fund 14. maí s.á. Ráðið hélt þrettán fundi á árinu auk nokkurra samráðsfunda með Félagi löggiltra endurskoðenda, fjármálaráðuneytinu, efnhags- og viðskiptaráðuneytinu og prófnefnd sem annast framkvæmd löggildingarprófa.

a. Ný reglugerð um löggildingarpróf. Skipun prófnefndar og próftökugjald.

Endurskoðendaráð gerði tillögu til ráðherra að nýrri reglugerð um próf til öflunar endurskoðunarréttinda og tillögu að próftökugjaldi. Ný reglugerð nr. 589/2009 tók gildi 3. júlí 2009. Með henni var breytt fyrirkomulagi prófa. Lagt var af það fyrirkomulag að prófmenn tækju fjögur próf sem þeim var heimilt að taka á fjórum árum. Hið nýja fyrirkomulag gerir ráð fyrir einu verklegu prófi sem tekur tvo daga. Gert er ráð fyrir því að í löggildingarprófi verði framvegis lögð meiri áhersla á verklega kunnáttu til að nýta fræðileg þekkingu. Endurskoðendaráð gerði einnig tillögu til ráðherra að nýju próftökugjaldi er tók mið af hinu nýja fyrirkomulagi og skipaði nýja prófnefnd til að annast framkvæmd prófa. Prófnefndina skipa:

Árni Tómasson, formaður,

Sæmundur G. Valdimarsson,

Sigrún Guðmundsdóttir.

b. Viðurkenning á námi í íslenskum háskólum.

Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008 er skilyrði þess að aðili öðlist löggildingu að hann hafi lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennt er af endurskoðendaráði. Ráðið hefur kallað eftir gögnum frá íslenskum háskólum sem bjóða uppá meistaranám í endurskoðum og reikningsskilum og mun í framhaldinu meta hvort það fullnægi þeim kröfum sem gera verður til menntunar endurskoðenda, sbr. ákvæði laga nr. 79/2008 eins og þau verða skýrð í ljósi 8. félagatilskipunarinnar varðandi þær kröfur er gera verður til menntunar endurskoðenda.

c. Nýjar reglur um gæðaeftirlit og skipan gæðaeftirlitsmanna. Framkvæmd gæðaeftirlits.

Endurskoðendaráð samþykkti nýjar reglur nr. 912/2009 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 13. nóvember 2009. Er í reglunum gert ráð fyrir því að framkvæmdin verði að mestu óbreytt vegna gæðaeftirlits 2009 enda eru reglurnar að fyrirmynd eldri reglna sem Félag löggiltra endurskoðenda setti. Endurskoðendaráð gerir ráð fyrir því að taka framkvæmd gæðaeftirlits til gagngerrar endurskoðunar og að setja nýjar reglur á árinu 2010.

Endurskoðendaráð samþykkti á fundi sínum þann 25. september tilnefningu Félags löggiltra endurskoðenda á eftirlitsmönnum til að annast framkvæmd gæðaeftirlits. Í framhaldinu hélt ráðið í samráði við gæðanefnd félagsins fundi með eftirlitsmönnum til undirbúnings eftirlitinu. Samkvæmt reglunum skal gæðaeftirlitið fara fram á tímabilinu október til desember ár hvert. Eftirlitsskýrslur skulu afhentar Félagi löggiltra endurskoðenda í lok gæðaeftirlits og eigi síðar en 1. mars 2010 að loknu tímabili gæðaeftirlits 2009. Félag löggiltra endurskoðenda skal taka saman niðurstöður gæðaeftirlitsins og afhenda endurskoðendaráði eigi síðar en fjórum vikum eftir að félaginu bárust eftirlitsskýrslur. Mun endurskoðendaráð í kjölfarið fjalla um niðurstöður eftirlitsins og taka ákvörðun um viðeigandi eftirfylgni ef þörf krefur.

d. Reglulegt eftirlit með því að endurskoðendur hafi gilda starfsábyrðatryggingu.

Í september 2009 sendi Félag löggiltra endurskoðenda endurskoðendaráði yfirlit yfir endurskoðendur sem ekki höfðu skilað inn til félagsins staðfestinfu á ábyrgðartryggingu eins og kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 79/2008. Í lok september sendi endurskoðendaráð 31 endurskoðanda bréf samkvæmt 17. gr. laga nr. 79/2008 vegna þess að viðkomandi hafði ekki skilað inn fullnægjandi gögnum um að hann hefði í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og áskilið er í lögum nr. 79/2008. Var athygli viðkomandi vakin á skyldu til að hafa ábyrgðartryggingu og óskað skýringa á því hvers vegna ekki hafi verið lögð fram fullnægjandi gögn um tryggingu. Jafnframt var skorað á viðkomandi að bæta úr annmörkum með því að afla sér tryggingar eða eftir atvikum að leggja inn réttindi sín. Í framhaldinu sendi ráðið síðan ábyrgðarbréf til 16 endurskoðenda þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja inn réttindi sín eða eftir atvikum að fá sér ábyrgðartryggingu áður en til þess kæmi að ráðið leggði til við ráðherra að hann felldi niður réttindi. Gert er ráð fyrir að eftirfylgni verði lokið í byrjun árs 2010 með því að endurskoðendaráð sendi ráðherra lista yfir þá endurskoðendur er ekki hafa lögboðna tryggingu og leggi til niðurfellingu réttinda.

Framangreindar tölur verður að taka með þeim fyrirvara að í fáum eða engum tilvikum virtist sem svo að starfandi endurskoðandi hafi ekki aflað sér eða dregið að afla sér ábyrgðartryggingar. Stærstur hluti þessa hóps eru endurskoðendur sem ekki hafa ábyrgðartryggingu vegna þess að Endurskoðendaráð

þeir hafa annað hvort hætt störfum fyrir aldurs sakir eða snúið sér að öðrum störfum en höfðu ekki lagt inn réttindi sín með þeim formlegum hætti sem gert er ráð fyrir í lögum nr. 79/2008. Aðrar tilgreindar ástæður eru tímabundið leyfi sökum náms eða veikinda auk þess sem tveir aðilar munu hafa flutt af landi brott.

e. Umfang starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda.

Samkvæmt lögum nr. 79/2008 ber endurskoðendum að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af ásetningi eða gáleysi í störfum hans eða starfsmanna hans. Endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur hafi starfsábyrgðartryggingu í samræmi við ákvæði laga nr. 79/2008. Ráðherra skal kveða á um í reglugerð lágmark fjárhæðar ábyrgðartryggingar að fengnum tillögum endurskoðendaráðs. Upp kom sú staða á árinu að tryggingafélög á Íslandi buðu ekki uppá ábyrgðartryggingu endurskoðenda vegna ásetningsbrota. Báru félögin því við að ekki fengist endurtrygging vegna slíks tjóns. Endurskoðendaráð fjallaði um málið á fundum sínu og ritaði ráðherra bréf 2. september 2009 þar sem það lýsti áhyggjum sínum vegna þessa og vandamálum sem af þessu gætu hlotist. Í nóvember lagði efnahags- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/2008 þar sem gert er ráð fyrir því að felld verði brott úr lögunum krafa um að ábyrgðartryggingar endurskoðenda taki til ásetningsbrota.

f. Reglur um endurmenntun.

Það er skilyrði löggildingar að endurskoðandi uppfylli lögbundnar kröfur um endurmenntun. Gerðar eru kröfur um tiltekinn tímafjölda, 120 klukkustundir, á hverju þriggja ára tímabili og tiltekið lágmark árlega, 20 klukkustundir. Félag löggiltra endurskoðenda heldur skrá yfir endurmenntun endurskoðenda og endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur uppfylli kröfur um endurmenntun. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 hefst nýtt endurmenntunartímabil endurskoðenda 1. janúar 2010. Endurmenntunartímabil endurskoðanda hefst 1. janúar árið eftir löggildingu. Fyrir liggur að sökum breyttra krafna um endurmenntun að ráðherra muni þurfa að setja nýjar reglur um tilhögun endurmenntunar og eftirlit með því að kröfum sé fylgt. Endurskoðendaráð og Félag löggiltra endurskoðenda fjölluðu um hinar nýju lagakröfur og mögulega framkvæmd á fundi sínum í desember 2009 og munu halda annan fund í byrjun árs 2010 með það fyrir augum að senda tillögur um tilhögun á reglum um endurmenntun til ráðherra.

g. Samvinna við lögbær yfirvöld í EES.

Endurskoðendaráð skal hafa samvinnu við lögbær yfirvöld í ríkjum innan EES, í aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum við eftirlit og rannsókn með störfum endurskoðenda. Á vettvangi ESB starfar sérfræðinganefnd (European Group of Auditor Oversight Bodies) sem m.a. vinnur að því að skilgreina nánar umfang samvinnu lögbærra yfirvalda. Endurskoðendaráð er þátttakandi í þessu samstarfi í gegnum EES samninginn. Ráðið hefur ekki enn sótt fundi en fylgist með þróun mála.

h. Önnur mál.  

Á fundum sínum hefur Endurskoðendaráð einnig fjallað um viðurkenningu hérlendis á námi við erlenda háskóla, skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda, þýðingarmál vegna setningar alþjóðlegra staðla og hvernig standa beri að innleiðingu staðlanna á Íslandi, setningu siðareglna í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og veitti umsögn um tillögur ráðuneytisins um opinbera skrá yfir endurskoðendur o.fl.

26. febrúar 2010,

Endurskoðendaráð.

Skýrsluna má finna á PDF formi með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

Skyrsla-um-storf-endurskodendarads-2009

 


Ársskýrslur

Störf endurskoðendaráðs á árinu 2009

Ný lög nr. 79/2008 um endurskoðendur tóku gildi 1. janúar 2009. Samkvæmt 14. gr. laganna skipar ráðherra endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn. Endurskoðendaráð var skipað 1. apríl 2009. Meðlimir ráðsins eru:

 

Aðalmenn:

Bjarnveig Eiríksdóttir, formaður skipuð af Fjármálaráðuneyti

Þórður Reynisson, skipaður af Fjármálaráðuneyti

Hildur Árnadóttir, fulltrúi Viðskiptaráðs

Ólafur B. Kristinsson, fulltrúi FLE

Helga Harðardóttir, fulltrúi FLE

Til vara:

Margrét Gunnlaugsdóttir, varamaður formanns skipuð af Fjármálaráðuneyti

Guðmundur Guðbjarnarson, varamaður skipaður af Fjármálaráðuneyti

Brynja Halldórsdóttir, varamaður fulltrúi Viðskiptaráðs

Gerður Guðjónsdóttir, varamaður fulltrúi FLE

Björg Sigurðardóttir, varamaður fulltrúi FLE

Með nýju lögunum er starfssvið endurskoðendaráðs víkkað verulega frá því sem áður var til að taka mið að kröfum tilskipunar 2006/48/EB. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 beinist starfssemi ráðsins aðallega að eftirfarandi:

kröfum um nám, próf og skilyrði löggildingar endurskoðenda.

eftirliti með starfssemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja.

að sjá til þess að til séu stjórnvaldsreglur, siðareglur og endurskoðunarstaðlar.

 

Starfsskyldum sínum sinnir endurskoðendaráð einkum með því að:

gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglna.

sinna reglubundnu eftirliti, frumkvæðiseftirliti og rannsókn mála,

fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög.

veita umsagnir og álit til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla.

sinna samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda.

sinna samstarfi við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES.

Endurskoðendaráð hélt sinn fyrsta fund 14. maí s.á. Ráðið hélt þrettán fundi á árinu auk nokkurra samráðsfunda með Félagi löggiltra endurskoðenda, fjármálaráðuneytinu, efnhags- og viðskiptaráðuneytinu og prófnefnd sem annast framkvæmd löggildingarprófa.

a. Ný reglugerð um löggildingarpróf. Skipun prófnefndar og próftökugjald.

Endurskoðendaráð gerði tillögu til ráðherra að nýrri reglugerð um próf til öflunar endurskoðunarréttinda og tillögu að próftökugjaldi. Ný reglugerð nr. 589/2009 tók gildi 3. júlí 2009. Með henni var breytt fyrirkomulagi prófa. Lagt var af það fyrirkomulag að prófmenn tækju fjögur próf sem þeim var heimilt að taka á fjórum árum. Hið nýja fyrirkomulag gerir ráð fyrir einu verklegu prófi sem tekur tvo daga. Gert er ráð fyrir því að í löggildingarprófi verði framvegis lögð meiri áhersla á verklega kunnáttu til að nýta fræðileg þekkingu. Endurskoðendaráð gerði einnig tillögu til ráðherra að nýju próftökugjaldi er tók mið af hinu nýja fyrirkomulagi og skipaði nýja prófnefnd til að annast framkvæmd prófa. Prófnefndina skipa:

Árni Tómasson, formaður,

Sæmundur G. Valdimarsson,

Sigrún Guðmundsdóttir.

b. Viðurkenning á námi í íslenskum háskólum.

Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008 er skilyrði þess að aðili öðlist löggildingu að hann hafi lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennt er af endurskoðendaráði. Ráðið hefur kallað eftir gögnum frá íslenskum háskólum sem bjóða uppá meistaranám í endurskoðum og reikningsskilum og mun í framhaldinu meta hvort það fullnægi þeim kröfum sem gera verður til menntunar endurskoðenda, sbr. ákvæði laga nr. 79/2008 eins og þau verða skýrð í ljósi 8. félagatilskipunarinnar varðandi þær kröfur er gera verður til menntunar endurskoðenda.

c. Nýjar reglur um gæðaeftirlit og skipan gæðaeftirlitsmanna. Framkvæmd gæðaeftirlits.

Endurskoðendaráð samþykkti nýjar reglur nr. 912/2009 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 13. nóvember 2009. Er í reglunum gert ráð fyrir því að framkvæmdin verði að mestu óbreytt vegna gæðaeftirlits 2009 enda eru reglurnar að fyrirmynd eldri reglna sem Félag löggiltra endurskoðenda setti. Endurskoðendaráð gerir ráð fyrir því að taka framkvæmd gæðaeftirlits til gagngerrar endurskoðunar og að setja nýjar reglur á árinu 2010.

Endurskoðendaráð samþykkti á fundi sínum þann 25. september tilnefningu Félags löggiltra endurskoðenda á eftirlitsmönnum til að annast framkvæmd gæðaeftirlits. Í framhaldinu hélt ráðið í samráði við gæðanefnd félagsins fundi með eftirlitsmönnum til undirbúnings eftirlitinu. Samkvæmt reglunum skal gæðaeftirlitið fara fram á tímabilinu október til desember ár hvert. Eftirlitsskýrslur skulu afhentar Félagi löggiltra endurskoðenda í lok gæðaeftirlits og eigi síðar en 1. mars 2010 að loknu tímabili gæðaeftirlits 2009. Félag löggiltra endurskoðenda skal taka saman niðurstöður gæðaeftirlitsins og afhenda endurskoðendaráði eigi síðar en fjórum vikum eftir að félaginu bárust eftirlitsskýrslur. Mun endurskoðendaráð í kjölfarið fjalla um niðurstöður eftirlitsins og taka ákvörðun um viðeigandi eftirfylgni ef þörf krefur.

d. Reglulegt eftirlit með því að endurskoðendur hafi gilda starfsábyrðatryggingu.

Í september 2009 sendi Félag löggiltra endurskoðenda endurskoðendaráði yfirlit yfir endurskoðendur sem ekki höfðu skilað inn til félagsins staðfestinfu á ábyrgðartryggingu eins og kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 79/2008. Í lok september sendi endurskoðendaráð 31 endurskoðanda bréf samkvæmt 17. gr. laga nr. 79/2008 vegna þess að viðkomandi hafði ekki skilað inn fullnægjandi gögnum um að hann hefði í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og áskilið er í lögum nr. 79/2008. Var athygli viðkomandi vakin á skyldu til að hafa ábyrgðartryggingu og óskað skýringa á því hvers vegna ekki hafi verið lögð fram fullnægjandi gögn um tryggingu. Jafnframt var skorað á viðkomandi að bæta úr annmörkum með því að afla sér tryggingar eða eftir atvikum að leggja inn réttindi sín. Í framhaldinu sendi ráðið síðan ábyrgðarbréf til 16 endurskoðenda þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja inn réttindi sín eða eftir atvikum að fá sér ábyrgðartryggingu áður en til þess kæmi að ráðið leggði til við ráðherra að hann felldi niður réttindi. Gert er ráð fyrir að eftirfylgni verði lokið í byrjun árs 2010 með því að endurskoðendaráð sendi ráðherra lista yfir þá endurskoðendur er ekki hafa lögboðna tryggingu og leggi til niðurfellingu réttinda.

Framangreindar tölur verður að taka með þeim fyrirvara að í fáum eða engum tilvikum virtist sem svo að starfandi endurskoðandi hafi ekki aflað sér eða dregið að afla sér ábyrgðartryggingar. Stærstur hluti þessa hóps eru endurskoðendur sem ekki hafa ábyrgðartryggingu vegna þess að Endurskoðendaráð

þeir hafa annað hvort hætt störfum fyrir aldurs sakir eða snúið sér að öðrum störfum en höfðu ekki lagt inn réttindi sín með þeim formlegum hætti sem gert er ráð fyrir í lögum nr. 79/2008. Aðrar tilgreindar ástæður eru tímabundið leyfi sökum náms eða veikinda auk þess sem tveir aðilar munu hafa flutt af landi brott.

e. Umfang starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda.

Samkvæmt lögum nr. 79/2008 ber endurskoðendum að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af ásetningi eða gáleysi í störfum hans eða starfsmanna hans. Endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur hafi starfsábyrgðartryggingu í samræmi við ákvæði laga nr. 79/2008. Ráðherra skal kveða á um í reglugerð lágmark fjárhæðar ábyrgðartryggingar að fengnum tillögum endurskoðendaráðs. Upp kom sú staða á árinu að tryggingafélög á Íslandi buðu ekki uppá ábyrgðartryggingu endurskoðenda vegna ásetningsbrota. Báru félögin því við að ekki fengist endurtrygging vegna slíks tjóns. Endurskoðendaráð fjallaði um málið á fundum sínu og ritaði ráðherra bréf 2. september 2009 þar sem það lýsti áhyggjum sínum vegna þessa og vandamálum sem af þessu gætu hlotist. Í nóvember lagði efnahags- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/2008 þar sem gert er ráð fyrir því að felld verði brott úr lögunum krafa um að ábyrgðartryggingar endurskoðenda taki til ásetningsbrota.

f. Reglur um endurmenntun.

Það er skilyrði löggildingar að endurskoðandi uppfylli lögbundnar kröfur um endurmenntun. Gerðar eru kröfur um tiltekinn tímafjölda, 120 klukkustundir, á hverju þriggja ára tímabili og tiltekið lágmark árlega, 20 klukkustundir. Félag löggiltra endurskoðenda heldur skrá yfir endurmenntun endurskoðenda og endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur uppfylli kröfur um endurmenntun. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 hefst nýtt endurmenntunartímabil endurskoðenda 1. janúar 2010. Endurmenntunartímabil endurskoðanda hefst 1. janúar árið eftir löggildingu. Fyrir liggur að sökum breyttra krafna um endurmenntun að ráðherra muni þurfa að setja nýjar reglur um tilhögun endurmenntunar og eftirlit með því að kröfum sé fylgt. Endurskoðendaráð og Félag löggiltra endurskoðenda fjölluðu um hinar nýju lagakröfur og mögulega framkvæmd á fundi sínum í desember 2009 og munu halda annan fund í byrjun árs 2010 með það fyrir augum að senda tillögur um tilhögun á reglum um endurmenntun til ráðherra.

g. Samvinna við lögbær yfirvöld í EES.

Endurskoðendaráð skal hafa samvinnu við lögbær yfirvöld í ríkjum innan EES, í aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum við eftirlit og rannsókn með störfum endurskoðenda. Á vettvangi ESB starfar sérfræðinganefnd (European Group of Auditor Oversight Bodies) sem m.a. vinnur að því að skilgreina nánar umfang samvinnu lögbærra yfirvalda. Endurskoðendaráð er þátttakandi í þessu samstarfi í gegnum EES samninginn. Ráðið hefur ekki enn sótt fundi en fylgist með þróun mála.

h. Önnur mál.  

Á fundum sínum hefur Endurskoðendaráð einnig fjallað um viðurkenningu hérlendis á námi við erlenda háskóla, skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda, þýðingarmál vegna setningar alþjóðlegra staðla og hvernig standa beri að innleiðingu staðlanna á Íslandi, setningu siðareglna í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og veitti umsögn um tillögur ráðuneytisins um opinbera skrá yfir endurskoðendur o.fl.

26. febrúar 2010,

Endurskoðendaráð.

Skýrsluna má finna á PDF formi með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

Skyrsla-um-storf-endurskodendarads-2009

 


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica