Skýrsla um störf endurskoðendaráð á árinu 2010

Inngangur.

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga nr 79/2008 um endurskoðendur, siðareglur Félags löggiltra endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Nánar tiltekið ber endurskoðendaráði að:

fylgjast með því að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar

fylgjast með því að endurskoðandi uppfylli kröfur um endurmenntun

að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja fari fram

að sjá til þess að siðareglur og endurskoðunarstaðlar séu til. Í lögunum kemur fram að endurskoðendaráð skuli í störfum sínum:

skipa prófnefnd sem heldur próf fyrir þá sem sækja um löggildingu til endurskoðunarstarfa

gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglugerða

sinna reglubundnu eftirliti og hafa frumkvæðiseftirlit við rannókn mála

fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög

veita umsagnir til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla varðandi efni á sviði endurskoðunar

hafa samstarf við Félag löggiltra endurskoðenda um málefni sem félaginu eru falin að lögum

hafa samstarf við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES

Endurskoðendaráð hélt 22 fundi á árinu auk samráðsfunda með efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Félagi löggiltra endurskoðenda.

Ábyrgðartryggingar

Endurskoðendum sem starfa að endurskoðun ber að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 79/2008 og skulu þeir senda Félagi löggiltra endurskoðenda staðfestingu um gilda tryggingu fyrir 15. janúar ár hvert. Endurskoðendaráð hafði í september 2009 sent bréf til 31 endurskoðanda, sem ekki hafði sent staðfestingu um gilda tryggingu. Ástæður þess að endurskoðandi hefur ekki í gildi starfsábyrgðartyggingu geta verið m.a. að viðkomandi hafi hætt störfum vegna aldurs eða af öðrum ástæðum en ekki lagt inn réttindi sín eins og gert er ráð fyrir í lögum. Þar sem eina úrræði ráðsins gagnvart þeim sem ekki hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu er að leggja til sviptingu réttinda við ráðherra var ákveðið að leita upplýsinga frá tryggingafélögum um þá aðila sem ekki höfðu staðfest gilda tryggingu. Að lokinni eftirfylgni ráðsins höfðu 26 endurskoðendur lagt fram gögn um ábyrgðartryggingu eða lagt inn réttindi sín. Á fundi sínum þann 5. maí samþykkti ráðið að senda ráðherra rökstutt álit um niðurfellingu réttinda þeirra fimm endurskoðenda sem ekki höfðu aflað sér starfsábyrgðartryggingar þrátt fyrir ítrekaða eftirfylgni ráðsins.

Ársskýrsla og verkáætlun

Samkvæmt 18 gr. laganna um endurskoðendur skal endurskoðendaráð gera árlega skýrslu um störf sín og skal hún opin almenningi. Á fundi þann 25. febrúar var samþykkt skýrsla um störf endurskoðendaráðs á árinu 2009 og hún send ráðuneytinu. Skýrslunni fylgdi verkáætlun ráðsins fyrir árið 2010.

Starfsreglur ráðsins

Í 18. gr. laganna um endurskoðendur kemur fram að endurskoðendaráð skuli setja sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Á fundi ráðsins þann 5. maí voru samþykkt drög að starfsreglum endurskoðendaráðs og þau send ráðherra til samþykktar.

Endurmenntun

a) reglur um endurmenntun

Endurskoðanda er skylt að sækja endurmenntun sem tryggir að hann viðhaldi reglulega fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum eins og kveðið er á um í 7. gr. laganna um endurskoðendur. Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um endurmenntun í reglugerð. Nauðsynlegt var að setja nýja reglugerð um endurmenntun vegna þeirra breytinga sem urðu á kröfum um endurmenntun með lögunum nr. 79/2008. Ráðið ræddi hugmyndir að nýrri reglugerð en málið fór í þann farveg að ráðuneytið skipaði vinnuhóp um gerð reglugerðar um endurmenntun og óskaði tilnefningu ráðsins í þann vinnuhóp. Hildur Árnadóttir, endurskoðandi, sem sæti á í ráðinu var tilnefnd.

b) eftirlit með endurmenntun

Félag löggiltra endurskoðenda hefur haldið utan um endurmenntun félagsmanna sinna með því að félagsmenn senda upplýsingar um endurmenntun sína til félagsins.

Upplýsingar frá félaginu voru ræddar á fundum ráðsins en vegna annmarka í eldri lögum um endurmenntun var ekki talið að tiltæk væru úrræði til þess að fylgja eftir niðurstöðum gagnvart þeim sem ekki höfðu fullnægt kröfu um fjölda endurmenntunareininga.

Skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda

Ráðið fjallaði á fundi sínum þann 18. febrúar um álit umboðsmanns Alþingis þar sem fram kom að honum hafi borist kvörtun er varð honum tilefni til þess að kanna hvort ástæða væri til að hann tæki til athugunar að eigin frumkvæði, sbr. 5. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, ákvæði 12. gr. laga nr. 79/2008 er lýtur að skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda og heimild til töku árgjalds af félagsmönnum í því sambandi, að virtri þeirri réttindavernd sem leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um frelsi til að standa utan félaga. Í álitinu kom fram að í svarbréfi fjármálaráðuneytisins hafi komið fram að það ráðgerði að endurskoða lög nr. 79/2008 með hliðsjón af athugasemdum sem fram hefðu komið í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Umboðsmaður taldi því að svo stöddu ekki tilefni til að taka efni kvörtunarinnar til nánari athugunar en tók enga afstöðu til þess hvort meinbugir kynnu að vera á umræddum lögum. Þá tók hann fram í bréfi til fjármálaráðherra, dags. 8. febrúar 2010, að þar sem honum væri ekki kunnugt um að frumvarp til breytinga á umræddu ákvæði laga nr. 79/2008 hefði verið lagt fram fyrir Alþingi óskaði hann þess að sér yrði tilkynnt um þegar það hefði verið gert.

Ráðið er sammála um að skylduaðild að Fle geti talist réttlætanleg með tilliti til almannahagsmuna. Síðar kom fram á fundum ráðsins að lögmannsstofa hafði skrifað lögfræðiálit að beiðni félagsmanns Fle þar sem niðurstaðan er sú að skylduaðildin fari ekki gegn stjórnarskánni.

Ráðið fékk þær upplýsingar að fjármálaráðuneytið hafi svarað bréfi umboðsmanns með yfirlýsingu um væntanlegar breytingar á lögum um endurskoðendur en þá hafði þetta viðfangsefni þegar verið flutt í efnahags – og viðskiptaráðuneytið. Málinu var því ekki lokið af hálfu ráðuneytisins.

Samstarf við prófnefnd

Endurskoðendaráð og prófnefnd fóru ítarlega yfir framkvæmd prófa og málefni prófnefndar á fundi þann 25. febrúar. Þar kom fram að reynslan af breyttu fyrirkomulagi löggildingarprófa væri góð en um 20 manns væru enn eftir í eldra próffyrirkomulagi. Ráðið lagði áætlun um kostnað fyrir ráðuneytið í samræmi við 5. mgr. 5. gr. laganna um endurskoðendur.

Gæðaeftirlit

Umfangsmesta verkefni ráðsins er að sjá til þess að framkvæmt sé gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og að fylgja eftir niðurstöðum skoðunarmanna ef þörf krefur.

a) Niðurstöður gæðaeftirlits 2009

Félag löggiltra endurskoðenda hefur staðið fyrir gæðaeftirliti með endurskoðunarstörfum félagsmanna sinna undanfarin ár. Gæðaeftirlitið hefur farið fram á grundvelli gæðahandbókar sem félagið gaf út á árinu 2004 og tekur mið af ýmsum meginþáttum endurskoðunar með tilvísun í alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Með tilkomu nýrra laga um endurskoðendur ber endurskoðendaráði að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit fari fram með störfum endurskoðenda. Að mati ráðsins þurfti að gera gagngera breytingu á framkvæmd gæðaeftirlits. Þar sem ráðið tók ekki til starfa fyrr en í apríl 2009 var ákveðið að gæðaeftirlit yrði með óbreyttu sniði haustið 2009. Fle var jafnframt kynnt að breytinga yrði að vænta á fyrirkomulagi gæðaeftirlitsins á næsta ári.

Fle sendi niðurstöðu gæðaeftirlits 2009 til endurskoðendaráðs með bréfi dags. 26. apríl 2010 og í framhaldi af því voru send andmælabréf til 12 aðila sem fengið höfðu alvarlegar athugasemdir í niðurstöðu gæðaeftirlitsins. Í framhaldinu voru mál þessara aðila athuguð nánar hjá ráðinu. Endurskoðendaráð tók ákvörðun um að þeir sem fengu athugasemdir í niðurstöðu gæðaeftirlits 2009 fengju tækifæri til þess að bæta úr þeim annmörkum en kæmu í endurtekið gæðaeftirlit á árinu 2010.

b) Undirbúningur gæðaeftirlits 2010

Ráðið vann á árinu að undirbúningi breytinga á gæðaeftirliti til samræmis við 8. félagatilskipun Evrópusambandsins. Aflað var upplýsinga um fyrirkomulag gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda í Danmörku og var niðurstaðan af því höfð til hliðsjónar við samningu reglna um gæðaeftirlit og gerð gátlista til notkunar við framkvæmd gæðaeftirlitsins. Á fundi ráðsins þann 11. október 2010 voru samþykktar reglur nr. 860/2010 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda.

Unnið var með gæðanefnd Fle að undirbúningi gæðaeftirlits 2010 og óskað eftir því að Fle auglýsti meðal félagsmanna eftir gæðaeftirlitsmönnum. Endurskoðendaráð sendi boðunarbréf vegna eftirlitsins þann 2. september 2010. Var 17 endurskoðunarfyrirtækjum og 16 endurskoðendum tilkynnt um fyrirhugað eftirlit. Endurtekið skyldi eftirlit hjá 12 aðilum sem fengið höfðu athugasemdir vegna eftirlits ársins 2009.

Á fundi ráðsins þann 23. september var rætt um fyrirkomulag gæðaeftirlits 2010 og hvert væri hlutverk endurskoðendaráðs annars vegar og Fle hins vegar við framkvæmd eftirlitsins. Á fundinum var ákveðið að endurskoðendaráð tæki ákvörðun um það hverjir kæmu til gæðaeftirlits og að ráðið samþykkti val á gæðaeftirlitsmönnum. Við umfjöllun um kostnað vegna gæðaeftirlitsins kom fram sú afstaða ráðsins að Fle eigi að standa undir kostnaði af þeim verkefnum sem félaginu væru falin samkvæmt lögum og þar með gæðaeftirlitinu. Undirbúningur og eftirfylgni endurskoðendaráðs vegna gæðaeftirlitsins greiðist hins vegar af fjárheimildum ráðsins. 

Innlögn réttinda meðan mál er til meðferðar

Um innlögn réttinda endurskoðenda til endurskoðunarstarfa segir í 24. gr. laganna um endurskoðendur að endurskoðandi geti ekki lagt inn réttindi sín ef mál hans er til meðferðar hjá endurskoðendaráði nema með heimild ráðsins enda séu annmarkar óverulegir.

Mál tveggja endurskoðenda sem óskuðu innlagnar réttinda sinna komu til umsagnar ráðsins á árinu og lauk með því að þeim beiðnum var hafnað þar sem mál þeirra höfðu þegar verið afgreidd til ráðuneytisins.

Mat á námi í háskólum

Í 4. tl. 2 mgr. laganna um endurskoðendur segir að endurskoðendaráð skuli viðurkenna meistaranám á sviði endurskoðunar og reikningsskila sem krafist er til löggildingarprófs.

Endurskoðendaráð hafði óskað eftir upplýsingum frá þeim íslensku háskólum sem bjóða upp á meistaranám í endurskoðun og reikningsskilum þ.e. Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Gögn frá háskólunum lágu fyrir á fundi ráðsins þann 3. júní 2010 og taldi ráðið báða skóla fullnægja settum skilyrðum eins og þau eru útfærð í 8. félagatilskipun Evrópuráðsins.

Erindi til ráðsins.

Erindi barst ráðinu frá Fjármálaeftirlitinu með ábendingu um brot endurskoðanda á reglum um óhæði við endurskoðun einingar tengdri almannahagsmunum. Við umfjöllun ráðsins var sérstaklega rætt um mögulegt vanhæfi þeirra sem sitja í ráðinu við afgreiðslu málsins. Hildur Árnadóttir óskaði eftir því að víkja sæti í málinu og tók Brynja Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur, varamaður hennar í ráðinu hennar sæti. Aðrir meðlimir ráðsins voru taldir hæfir til að fjalla um málið.

Aðilum málsins var gefinn kostur á að gera grein fyrir máli sínu. Málið var rætt á fundum ráðsins en afgreiðslu þess var ekki lokið fyrir árslok.

Önnur mál

Meðal annarra starfa endurskoðendaráðs á árinu má telja eftirfarandi:

Gerð var fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og hún send til ráðuneytisins.

Sett var upp heimasíða fyrir ráðuneytið, endurskodendarad.is, sem er vettvangur fyrir upplýsingar um störf og lagaumhverfi ráðsins. Áfram verður unnið að gerð síðunnar.

Formaður endurskoðendaráðs tók sæti í nefnd á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra um málefni endurskoðenda.

Fjallað var um erindi þar sem leitað var umsagnar um það hvort námskröfur við erlendan háskóla væru sambærilegar við menntunarkröfur laga um endurskoðendur. Málinu vísað til prófnefndar.

Sendar voru athugasemdir við ákvæði um endurskoðendur í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi.

Haldnir voru fundir á árinu með gæðanefnd Fle, formönnum félagsins og framkvæmdastjóra ásamt því sem ráðið tók þátt í kynningu á framkvæmd gæðaeftirlits og niðurstöðu þess með endurskoðendum.

 

Í ágúst 2012.

Endurskoðendaráð

 

Skýrsluna má finna á PDF formi með því að smella á linkinn hér að neðan.

Skyrsla-um-storf-endurskodendarads-2010Ársskýrslur

Skýrsla um störf endurskoðendaráð á árinu 2010

Inngangur.

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga nr 79/2008 um endurskoðendur, siðareglur Félags löggiltra endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Nánar tiltekið ber endurskoðendaráði að:

fylgjast með því að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar

fylgjast með því að endurskoðandi uppfylli kröfur um endurmenntun

að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja fari fram

að sjá til þess að siðareglur og endurskoðunarstaðlar séu til. Í lögunum kemur fram að endurskoðendaráð skuli í störfum sínum:

skipa prófnefnd sem heldur próf fyrir þá sem sækja um löggildingu til endurskoðunarstarfa

gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglugerða

sinna reglubundnu eftirliti og hafa frumkvæðiseftirlit við rannókn mála

fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög

veita umsagnir til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla varðandi efni á sviði endurskoðunar

hafa samstarf við Félag löggiltra endurskoðenda um málefni sem félaginu eru falin að lögum

hafa samstarf við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES

Endurskoðendaráð hélt 22 fundi á árinu auk samráðsfunda með efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Félagi löggiltra endurskoðenda.

Ábyrgðartryggingar

Endurskoðendum sem starfa að endurskoðun ber að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 79/2008 og skulu þeir senda Félagi löggiltra endurskoðenda staðfestingu um gilda tryggingu fyrir 15. janúar ár hvert. Endurskoðendaráð hafði í september 2009 sent bréf til 31 endurskoðanda, sem ekki hafði sent staðfestingu um gilda tryggingu. Ástæður þess að endurskoðandi hefur ekki í gildi starfsábyrgðartyggingu geta verið m.a. að viðkomandi hafi hætt störfum vegna aldurs eða af öðrum ástæðum en ekki lagt inn réttindi sín eins og gert er ráð fyrir í lögum. Þar sem eina úrræði ráðsins gagnvart þeim sem ekki hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu er að leggja til sviptingu réttinda við ráðherra var ákveðið að leita upplýsinga frá tryggingafélögum um þá aðila sem ekki höfðu staðfest gilda tryggingu. Að lokinni eftirfylgni ráðsins höfðu 26 endurskoðendur lagt fram gögn um ábyrgðartryggingu eða lagt inn réttindi sín. Á fundi sínum þann 5. maí samþykkti ráðið að senda ráðherra rökstutt álit um niðurfellingu réttinda þeirra fimm endurskoðenda sem ekki höfðu aflað sér starfsábyrgðartryggingar þrátt fyrir ítrekaða eftirfylgni ráðsins.

Ársskýrsla og verkáætlun

Samkvæmt 18 gr. laganna um endurskoðendur skal endurskoðendaráð gera árlega skýrslu um störf sín og skal hún opin almenningi. Á fundi þann 25. febrúar var samþykkt skýrsla um störf endurskoðendaráðs á árinu 2009 og hún send ráðuneytinu. Skýrslunni fylgdi verkáætlun ráðsins fyrir árið 2010.

Starfsreglur ráðsins

Í 18. gr. laganna um endurskoðendur kemur fram að endurskoðendaráð skuli setja sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Á fundi ráðsins þann 5. maí voru samþykkt drög að starfsreglum endurskoðendaráðs og þau send ráðherra til samþykktar.

Endurmenntun

a) reglur um endurmenntun

Endurskoðanda er skylt að sækja endurmenntun sem tryggir að hann viðhaldi reglulega fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum eins og kveðið er á um í 7. gr. laganna um endurskoðendur. Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um endurmenntun í reglugerð. Nauðsynlegt var að setja nýja reglugerð um endurmenntun vegna þeirra breytinga sem urðu á kröfum um endurmenntun með lögunum nr. 79/2008. Ráðið ræddi hugmyndir að nýrri reglugerð en málið fór í þann farveg að ráðuneytið skipaði vinnuhóp um gerð reglugerðar um endurmenntun og óskaði tilnefningu ráðsins í þann vinnuhóp. Hildur Árnadóttir, endurskoðandi, sem sæti á í ráðinu var tilnefnd.

b) eftirlit með endurmenntun

Félag löggiltra endurskoðenda hefur haldið utan um endurmenntun félagsmanna sinna með því að félagsmenn senda upplýsingar um endurmenntun sína til félagsins.

Upplýsingar frá félaginu voru ræddar á fundum ráðsins en vegna annmarka í eldri lögum um endurmenntun var ekki talið að tiltæk væru úrræði til þess að fylgja eftir niðurstöðum gagnvart þeim sem ekki höfðu fullnægt kröfu um fjölda endurmenntunareininga.

Skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda

Ráðið fjallaði á fundi sínum þann 18. febrúar um álit umboðsmanns Alþingis þar sem fram kom að honum hafi borist kvörtun er varð honum tilefni til þess að kanna hvort ástæða væri til að hann tæki til athugunar að eigin frumkvæði, sbr. 5. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, ákvæði 12. gr. laga nr. 79/2008 er lýtur að skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda og heimild til töku árgjalds af félagsmönnum í því sambandi, að virtri þeirri réttindavernd sem leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um frelsi til að standa utan félaga. Í álitinu kom fram að í svarbréfi fjármálaráðuneytisins hafi komið fram að það ráðgerði að endurskoða lög nr. 79/2008 með hliðsjón af athugasemdum sem fram hefðu komið í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Umboðsmaður taldi því að svo stöddu ekki tilefni til að taka efni kvörtunarinnar til nánari athugunar en tók enga afstöðu til þess hvort meinbugir kynnu að vera á umræddum lögum. Þá tók hann fram í bréfi til fjármálaráðherra, dags. 8. febrúar 2010, að þar sem honum væri ekki kunnugt um að frumvarp til breytinga á umræddu ákvæði laga nr. 79/2008 hefði verið lagt fram fyrir Alþingi óskaði hann þess að sér yrði tilkynnt um þegar það hefði verið gert.

Ráðið er sammála um að skylduaðild að Fle geti talist réttlætanleg með tilliti til almannahagsmuna. Síðar kom fram á fundum ráðsins að lögmannsstofa hafði skrifað lögfræðiálit að beiðni félagsmanns Fle þar sem niðurstaðan er sú að skylduaðildin fari ekki gegn stjórnarskánni.

Ráðið fékk þær upplýsingar að fjármálaráðuneytið hafi svarað bréfi umboðsmanns með yfirlýsingu um væntanlegar breytingar á lögum um endurskoðendur en þá hafði þetta viðfangsefni þegar verið flutt í efnahags – og viðskiptaráðuneytið. Málinu var því ekki lokið af hálfu ráðuneytisins.

Samstarf við prófnefnd

Endurskoðendaráð og prófnefnd fóru ítarlega yfir framkvæmd prófa og málefni prófnefndar á fundi þann 25. febrúar. Þar kom fram að reynslan af breyttu fyrirkomulagi löggildingarprófa væri góð en um 20 manns væru enn eftir í eldra próffyrirkomulagi. Ráðið lagði áætlun um kostnað fyrir ráðuneytið í samræmi við 5. mgr. 5. gr. laganna um endurskoðendur.

Gæðaeftirlit

Umfangsmesta verkefni ráðsins er að sjá til þess að framkvæmt sé gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og að fylgja eftir niðurstöðum skoðunarmanna ef þörf krefur.

a) Niðurstöður gæðaeftirlits 2009

Félag löggiltra endurskoðenda hefur staðið fyrir gæðaeftirliti með endurskoðunarstörfum félagsmanna sinna undanfarin ár. Gæðaeftirlitið hefur farið fram á grundvelli gæðahandbókar sem félagið gaf út á árinu 2004 og tekur mið af ýmsum meginþáttum endurskoðunar með tilvísun í alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Með tilkomu nýrra laga um endurskoðendur ber endurskoðendaráði að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit fari fram með störfum endurskoðenda. Að mati ráðsins þurfti að gera gagngera breytingu á framkvæmd gæðaeftirlits. Þar sem ráðið tók ekki til starfa fyrr en í apríl 2009 var ákveðið að gæðaeftirlit yrði með óbreyttu sniði haustið 2009. Fle var jafnframt kynnt að breytinga yrði að vænta á fyrirkomulagi gæðaeftirlitsins á næsta ári.

Fle sendi niðurstöðu gæðaeftirlits 2009 til endurskoðendaráðs með bréfi dags. 26. apríl 2010 og í framhaldi af því voru send andmælabréf til 12 aðila sem fengið höfðu alvarlegar athugasemdir í niðurstöðu gæðaeftirlitsins. Í framhaldinu voru mál þessara aðila athuguð nánar hjá ráðinu. Endurskoðendaráð tók ákvörðun um að þeir sem fengu athugasemdir í niðurstöðu gæðaeftirlits 2009 fengju tækifæri til þess að bæta úr þeim annmörkum en kæmu í endurtekið gæðaeftirlit á árinu 2010.

b) Undirbúningur gæðaeftirlits 2010

Ráðið vann á árinu að undirbúningi breytinga á gæðaeftirliti til samræmis við 8. félagatilskipun Evrópusambandsins. Aflað var upplýsinga um fyrirkomulag gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda í Danmörku og var niðurstaðan af því höfð til hliðsjónar við samningu reglna um gæðaeftirlit og gerð gátlista til notkunar við framkvæmd gæðaeftirlitsins. Á fundi ráðsins þann 11. október 2010 voru samþykktar reglur nr. 860/2010 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda.

Unnið var með gæðanefnd Fle að undirbúningi gæðaeftirlits 2010 og óskað eftir því að Fle auglýsti meðal félagsmanna eftir gæðaeftirlitsmönnum. Endurskoðendaráð sendi boðunarbréf vegna eftirlitsins þann 2. september 2010. Var 17 endurskoðunarfyrirtækjum og 16 endurskoðendum tilkynnt um fyrirhugað eftirlit. Endurtekið skyldi eftirlit hjá 12 aðilum sem fengið höfðu athugasemdir vegna eftirlits ársins 2009.

Á fundi ráðsins þann 23. september var rætt um fyrirkomulag gæðaeftirlits 2010 og hvert væri hlutverk endurskoðendaráðs annars vegar og Fle hins vegar við framkvæmd eftirlitsins. Á fundinum var ákveðið að endurskoðendaráð tæki ákvörðun um það hverjir kæmu til gæðaeftirlits og að ráðið samþykkti val á gæðaeftirlitsmönnum. Við umfjöllun um kostnað vegna gæðaeftirlitsins kom fram sú afstaða ráðsins að Fle eigi að standa undir kostnaði af þeim verkefnum sem félaginu væru falin samkvæmt lögum og þar með gæðaeftirlitinu. Undirbúningur og eftirfylgni endurskoðendaráðs vegna gæðaeftirlitsins greiðist hins vegar af fjárheimildum ráðsins. 

Innlögn réttinda meðan mál er til meðferðar

Um innlögn réttinda endurskoðenda til endurskoðunarstarfa segir í 24. gr. laganna um endurskoðendur að endurskoðandi geti ekki lagt inn réttindi sín ef mál hans er til meðferðar hjá endurskoðendaráði nema með heimild ráðsins enda séu annmarkar óverulegir.

Mál tveggja endurskoðenda sem óskuðu innlagnar réttinda sinna komu til umsagnar ráðsins á árinu og lauk með því að þeim beiðnum var hafnað þar sem mál þeirra höfðu þegar verið afgreidd til ráðuneytisins.

Mat á námi í háskólum

Í 4. tl. 2 mgr. laganna um endurskoðendur segir að endurskoðendaráð skuli viðurkenna meistaranám á sviði endurskoðunar og reikningsskila sem krafist er til löggildingarprófs.

Endurskoðendaráð hafði óskað eftir upplýsingum frá þeim íslensku háskólum sem bjóða upp á meistaranám í endurskoðun og reikningsskilum þ.e. Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Gögn frá háskólunum lágu fyrir á fundi ráðsins þann 3. júní 2010 og taldi ráðið báða skóla fullnægja settum skilyrðum eins og þau eru útfærð í 8. félagatilskipun Evrópuráðsins.

Erindi til ráðsins.

Erindi barst ráðinu frá Fjármálaeftirlitinu með ábendingu um brot endurskoðanda á reglum um óhæði við endurskoðun einingar tengdri almannahagsmunum. Við umfjöllun ráðsins var sérstaklega rætt um mögulegt vanhæfi þeirra sem sitja í ráðinu við afgreiðslu málsins. Hildur Árnadóttir óskaði eftir því að víkja sæti í málinu og tók Brynja Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur, varamaður hennar í ráðinu hennar sæti. Aðrir meðlimir ráðsins voru taldir hæfir til að fjalla um málið.

Aðilum málsins var gefinn kostur á að gera grein fyrir máli sínu. Málið var rætt á fundum ráðsins en afgreiðslu þess var ekki lokið fyrir árslok.

Önnur mál

Meðal annarra starfa endurskoðendaráðs á árinu má telja eftirfarandi:

Gerð var fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og hún send til ráðuneytisins.

Sett var upp heimasíða fyrir ráðuneytið, endurskodendarad.is, sem er vettvangur fyrir upplýsingar um störf og lagaumhverfi ráðsins. Áfram verður unnið að gerð síðunnar.

Formaður endurskoðendaráðs tók sæti í nefnd á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra um málefni endurskoðenda.

Fjallað var um erindi þar sem leitað var umsagnar um það hvort námskröfur við erlendan háskóla væru sambærilegar við menntunarkröfur laga um endurskoðendur. Málinu vísað til prófnefndar.

Sendar voru athugasemdir við ákvæði um endurskoðendur í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi.

Haldnir voru fundir á árinu með gæðanefnd Fle, formönnum félagsins og framkvæmdastjóra ásamt því sem ráðið tók þátt í kynningu á framkvæmd gæðaeftirlits og niðurstöðu þess með endurskoðendum.

 

Í ágúst 2012.

Endurskoðendaráð

 

Skýrsluna má finna á PDF formi með því að smella á linkinn hér að neðan.

Skyrsla-um-storf-endurskodendarads-2010


Ársskýrslur

Skýrsla um störf endurskoðendaráð á árinu 2010

Inngangur.

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga nr 79/2008 um endurskoðendur, siðareglur Félags löggiltra endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Nánar tiltekið ber endurskoðendaráði að:

fylgjast með því að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar

fylgjast með því að endurskoðandi uppfylli kröfur um endurmenntun

að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja fari fram

að sjá til þess að siðareglur og endurskoðunarstaðlar séu til. Í lögunum kemur fram að endurskoðendaráð skuli í störfum sínum:

skipa prófnefnd sem heldur próf fyrir þá sem sækja um löggildingu til endurskoðunarstarfa

gefa út eigin reglur eða gera tillögu til ráðherra um setningu reglugerða

sinna reglubundnu eftirliti og hafa frumkvæðiseftirlit við rannókn mála

fara með úrskurðarvald í kærumálum og ákvarða viðurlög

veita umsagnir til stjórnvalda, ákæruvalds og dómstóla varðandi efni á sviði endurskoðunar

hafa samstarf við Félag löggiltra endurskoðenda um málefni sem félaginu eru falin að lögum

hafa samstarf við eftirlitsaðila í öðrum EES ríkjum og ríkjum utan EES

Endurskoðendaráð hélt 22 fundi á árinu auk samráðsfunda með efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Félagi löggiltra endurskoðenda.

Ábyrgðartryggingar

Endurskoðendum sem starfa að endurskoðun ber að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 79/2008 og skulu þeir senda Félagi löggiltra endurskoðenda staðfestingu um gilda tryggingu fyrir 15. janúar ár hvert. Endurskoðendaráð hafði í september 2009 sent bréf til 31 endurskoðanda, sem ekki hafði sent staðfestingu um gilda tryggingu. Ástæður þess að endurskoðandi hefur ekki í gildi starfsábyrgðartyggingu geta verið m.a. að viðkomandi hafi hætt störfum vegna aldurs eða af öðrum ástæðum en ekki lagt inn réttindi sín eins og gert er ráð fyrir í lögum. Þar sem eina úrræði ráðsins gagnvart þeim sem ekki hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu er að leggja til sviptingu réttinda við ráðherra var ákveðið að leita upplýsinga frá tryggingafélögum um þá aðila sem ekki höfðu staðfest gilda tryggingu. Að lokinni eftirfylgni ráðsins höfðu 26 endurskoðendur lagt fram gögn um ábyrgðartryggingu eða lagt inn réttindi sín. Á fundi sínum þann 5. maí samþykkti ráðið að senda ráðherra rökstutt álit um niðurfellingu réttinda þeirra fimm endurskoðenda sem ekki höfðu aflað sér starfsábyrgðartryggingar þrátt fyrir ítrekaða eftirfylgni ráðsins.

Ársskýrsla og verkáætlun

Samkvæmt 18 gr. laganna um endurskoðendur skal endurskoðendaráð gera árlega skýrslu um störf sín og skal hún opin almenningi. Á fundi þann 25. febrúar var samþykkt skýrsla um störf endurskoðendaráðs á árinu 2009 og hún send ráðuneytinu. Skýrslunni fylgdi verkáætlun ráðsins fyrir árið 2010.

Starfsreglur ráðsins

Í 18. gr. laganna um endurskoðendur kemur fram að endurskoðendaráð skuli setja sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Á fundi ráðsins þann 5. maí voru samþykkt drög að starfsreglum endurskoðendaráðs og þau send ráðherra til samþykktar.

Endurmenntun

a) reglur um endurmenntun

Endurskoðanda er skylt að sækja endurmenntun sem tryggir að hann viðhaldi reglulega fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum eins og kveðið er á um í 7. gr. laganna um endurskoðendur. Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um endurmenntun í reglugerð. Nauðsynlegt var að setja nýja reglugerð um endurmenntun vegna þeirra breytinga sem urðu á kröfum um endurmenntun með lögunum nr. 79/2008. Ráðið ræddi hugmyndir að nýrri reglugerð en málið fór í þann farveg að ráðuneytið skipaði vinnuhóp um gerð reglugerðar um endurmenntun og óskaði tilnefningu ráðsins í þann vinnuhóp. Hildur Árnadóttir, endurskoðandi, sem sæti á í ráðinu var tilnefnd.

b) eftirlit með endurmenntun

Félag löggiltra endurskoðenda hefur haldið utan um endurmenntun félagsmanna sinna með því að félagsmenn senda upplýsingar um endurmenntun sína til félagsins.

Upplýsingar frá félaginu voru ræddar á fundum ráðsins en vegna annmarka í eldri lögum um endurmenntun var ekki talið að tiltæk væru úrræði til þess að fylgja eftir niðurstöðum gagnvart þeim sem ekki höfðu fullnægt kröfu um fjölda endurmenntunareininga.

Skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda

Ráðið fjallaði á fundi sínum þann 18. febrúar um álit umboðsmanns Alþingis þar sem fram kom að honum hafi borist kvörtun er varð honum tilefni til þess að kanna hvort ástæða væri til að hann tæki til athugunar að eigin frumkvæði, sbr. 5. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, ákvæði 12. gr. laga nr. 79/2008 er lýtur að skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda og heimild til töku árgjalds af félagsmönnum í því sambandi, að virtri þeirri réttindavernd sem leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um frelsi til að standa utan félaga. Í álitinu kom fram að í svarbréfi fjármálaráðuneytisins hafi komið fram að það ráðgerði að endurskoða lög nr. 79/2008 með hliðsjón af athugasemdum sem fram hefðu komið í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Umboðsmaður taldi því að svo stöddu ekki tilefni til að taka efni kvörtunarinnar til nánari athugunar en tók enga afstöðu til þess hvort meinbugir kynnu að vera á umræddum lögum. Þá tók hann fram í bréfi til fjármálaráðherra, dags. 8. febrúar 2010, að þar sem honum væri ekki kunnugt um að frumvarp til breytinga á umræddu ákvæði laga nr. 79/2008 hefði verið lagt fram fyrir Alþingi óskaði hann þess að sér yrði tilkynnt um þegar það hefði verið gert.

Ráðið er sammála um að skylduaðild að Fle geti talist réttlætanleg með tilliti til almannahagsmuna. Síðar kom fram á fundum ráðsins að lögmannsstofa hafði skrifað lögfræðiálit að beiðni félagsmanns Fle þar sem niðurstaðan er sú að skylduaðildin fari ekki gegn stjórnarskánni.

Ráðið fékk þær upplýsingar að fjármálaráðuneytið hafi svarað bréfi umboðsmanns með yfirlýsingu um væntanlegar breytingar á lögum um endurskoðendur en þá hafði þetta viðfangsefni þegar verið flutt í efnahags – og viðskiptaráðuneytið. Málinu var því ekki lokið af hálfu ráðuneytisins.

Samstarf við prófnefnd

Endurskoðendaráð og prófnefnd fóru ítarlega yfir framkvæmd prófa og málefni prófnefndar á fundi þann 25. febrúar. Þar kom fram að reynslan af breyttu fyrirkomulagi löggildingarprófa væri góð en um 20 manns væru enn eftir í eldra próffyrirkomulagi. Ráðið lagði áætlun um kostnað fyrir ráðuneytið í samræmi við 5. mgr. 5. gr. laganna um endurskoðendur.

Gæðaeftirlit

Umfangsmesta verkefni ráðsins er að sjá til þess að framkvæmt sé gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og að fylgja eftir niðurstöðum skoðunarmanna ef þörf krefur.

a) Niðurstöður gæðaeftirlits 2009

Félag löggiltra endurskoðenda hefur staðið fyrir gæðaeftirliti með endurskoðunarstörfum félagsmanna sinna undanfarin ár. Gæðaeftirlitið hefur farið fram á grundvelli gæðahandbókar sem félagið gaf út á árinu 2004 og tekur mið af ýmsum meginþáttum endurskoðunar með tilvísun í alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Með tilkomu nýrra laga um endurskoðendur ber endurskoðendaráði að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit fari fram með störfum endurskoðenda. Að mati ráðsins þurfti að gera gagngera breytingu á framkvæmd gæðaeftirlits. Þar sem ráðið tók ekki til starfa fyrr en í apríl 2009 var ákveðið að gæðaeftirlit yrði með óbreyttu sniði haustið 2009. Fle var jafnframt kynnt að breytinga yrði að vænta á fyrirkomulagi gæðaeftirlitsins á næsta ári.

Fle sendi niðurstöðu gæðaeftirlits 2009 til endurskoðendaráðs með bréfi dags. 26. apríl 2010 og í framhaldi af því voru send andmælabréf til 12 aðila sem fengið höfðu alvarlegar athugasemdir í niðurstöðu gæðaeftirlitsins. Í framhaldinu voru mál þessara aðila athuguð nánar hjá ráðinu. Endurskoðendaráð tók ákvörðun um að þeir sem fengu athugasemdir í niðurstöðu gæðaeftirlits 2009 fengju tækifæri til þess að bæta úr þeim annmörkum en kæmu í endurtekið gæðaeftirlit á árinu 2010.

b) Undirbúningur gæðaeftirlits 2010

Ráðið vann á árinu að undirbúningi breytinga á gæðaeftirliti til samræmis við 8. félagatilskipun Evrópusambandsins. Aflað var upplýsinga um fyrirkomulag gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda í Danmörku og var niðurstaðan af því höfð til hliðsjónar við samningu reglna um gæðaeftirlit og gerð gátlista til notkunar við framkvæmd gæðaeftirlitsins. Á fundi ráðsins þann 11. október 2010 voru samþykktar reglur nr. 860/2010 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda.

Unnið var með gæðanefnd Fle að undirbúningi gæðaeftirlits 2010 og óskað eftir því að Fle auglýsti meðal félagsmanna eftir gæðaeftirlitsmönnum. Endurskoðendaráð sendi boðunarbréf vegna eftirlitsins þann 2. september 2010. Var 17 endurskoðunarfyrirtækjum og 16 endurskoðendum tilkynnt um fyrirhugað eftirlit. Endurtekið skyldi eftirlit hjá 12 aðilum sem fengið höfðu athugasemdir vegna eftirlits ársins 2009.

Á fundi ráðsins þann 23. september var rætt um fyrirkomulag gæðaeftirlits 2010 og hvert væri hlutverk endurskoðendaráðs annars vegar og Fle hins vegar við framkvæmd eftirlitsins. Á fundinum var ákveðið að endurskoðendaráð tæki ákvörðun um það hverjir kæmu til gæðaeftirlits og að ráðið samþykkti val á gæðaeftirlitsmönnum. Við umfjöllun um kostnað vegna gæðaeftirlitsins kom fram sú afstaða ráðsins að Fle eigi að standa undir kostnaði af þeim verkefnum sem félaginu væru falin samkvæmt lögum og þar með gæðaeftirlitinu. Undirbúningur og eftirfylgni endurskoðendaráðs vegna gæðaeftirlitsins greiðist hins vegar af fjárheimildum ráðsins. 

Innlögn réttinda meðan mál er til meðferðar

Um innlögn réttinda endurskoðenda til endurskoðunarstarfa segir í 24. gr. laganna um endurskoðendur að endurskoðandi geti ekki lagt inn réttindi sín ef mál hans er til meðferðar hjá endurskoðendaráði nema með heimild ráðsins enda séu annmarkar óverulegir.

Mál tveggja endurskoðenda sem óskuðu innlagnar réttinda sinna komu til umsagnar ráðsins á árinu og lauk með því að þeim beiðnum var hafnað þar sem mál þeirra höfðu þegar verið afgreidd til ráðuneytisins.

Mat á námi í háskólum

Í 4. tl. 2 mgr. laganna um endurskoðendur segir að endurskoðendaráð skuli viðurkenna meistaranám á sviði endurskoðunar og reikningsskila sem krafist er til löggildingarprófs.

Endurskoðendaráð hafði óskað eftir upplýsingum frá þeim íslensku háskólum sem bjóða upp á meistaranám í endurskoðun og reikningsskilum þ.e. Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Gögn frá háskólunum lágu fyrir á fundi ráðsins þann 3. júní 2010 og taldi ráðið báða skóla fullnægja settum skilyrðum eins og þau eru útfærð í 8. félagatilskipun Evrópuráðsins.

Erindi til ráðsins.

Erindi barst ráðinu frá Fjármálaeftirlitinu með ábendingu um brot endurskoðanda á reglum um óhæði við endurskoðun einingar tengdri almannahagsmunum. Við umfjöllun ráðsins var sérstaklega rætt um mögulegt vanhæfi þeirra sem sitja í ráðinu við afgreiðslu málsins. Hildur Árnadóttir óskaði eftir því að víkja sæti í málinu og tók Brynja Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur, varamaður hennar í ráðinu hennar sæti. Aðrir meðlimir ráðsins voru taldir hæfir til að fjalla um málið.

Aðilum málsins var gefinn kostur á að gera grein fyrir máli sínu. Málið var rætt á fundum ráðsins en afgreiðslu þess var ekki lokið fyrir árslok.

Önnur mál

Meðal annarra starfa endurskoðendaráðs á árinu má telja eftirfarandi:

Gerð var fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og hún send til ráðuneytisins.

Sett var upp heimasíða fyrir ráðuneytið, endurskodendarad.is, sem er vettvangur fyrir upplýsingar um störf og lagaumhverfi ráðsins. Áfram verður unnið að gerð síðunnar.

Formaður endurskoðendaráðs tók sæti í nefnd á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra um málefni endurskoðenda.

Fjallað var um erindi þar sem leitað var umsagnar um það hvort námskröfur við erlendan háskóla væru sambærilegar við menntunarkröfur laga um endurskoðendur. Málinu vísað til prófnefndar.

Sendar voru athugasemdir við ákvæði um endurskoðendur í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi.

Haldnir voru fundir á árinu með gæðanefnd Fle, formönnum félagsins og framkvæmdastjóra ásamt því sem ráðið tók þátt í kynningu á framkvæmd gæðaeftirlits og niðurstöðu þess með endurskoðendum.

 

Í ágúst 2012.

Endurskoðendaráð

 

Skýrsluna má finna á PDF formi með því að smella á linkinn hér að neðan.

Skyrsla-um-storf-endurskodendarads-2010


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica