Endurskoðendur

Einungis endurskoðendur mega sinna endurskoðun, en endurskoðun er sjálfstæð athugun á reikningsskilum, gerð af faglega hæfum og hlutlausum sérfræðingi, í þeim tilgangi að láta í ljós óháð álit á þeim.

Áritun endurskoðenda á reikningsskil er til þess fallin að auka traust milli þeirra er leggja fram ársreikning og lesenda þeirra.

Nú hafa rúmlega 300 aðilar löggildingu til endurskoðunarstarfa á Íslandi.