Skipan endurskoðendaráðs

Á grundvelli laga um endurskoðendur skipar ráðherra fimm menn í endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara og skulu þeir hafa þekkingu á sviðum sem tengjast endurskoðun. Tveir nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Félags löggiltra endurskoðenda, einn eftir tilnefningu Viðskiptaráðs Íslands og tveir nefndarmenn eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður ráðsins. Formaður endurskoðendaráðs skal fullnægja skilyrðum til að vera skipaður í embætti héraðsdómara. Eins skal farið að um skipun varamanna. Meiri hluti ráðsins skal skipaður öðrum en þeim sem hafa starfað við endurskoðun á síðustu þremur árum.

Endurskoðendaráð var skipað í þriðja sinn í maí 2017 og er skipunin til fjögurra ára. Eftirfarandi aðilar eiga sæti í ráðinu:

Aðalmenn

·         Áslaug Árnadóttir formaður

·         Þórður Reynisson

·         Hildur Árnadóttir

·         Jóhann Unnsteinsson

·         Pálína Árnadóttir


Varamenn

·         Elmar Hallgríms Hallgrímsson varamaður formanns

·         Elva Ósk Wiium

·         Brynja Halldórsdóttir

·         Ólafur Gestsson

·         Kristrún Helga Ingólfsdóttir

 

Starfsmaður endurskoðendaráðs er Salka Sól Styrmisdóttir lögfræðingur.