Framkvæmd prófa

Á árinu 2022 verða prófin haldin í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, Reykjavík, í þremur áföngum dagana 6., 10. og 13. október og hefjast kl. 9:00 alla dagana. Eftir kl. 8:00 verður prófmönnum hleypt inn í prófstofu og hafa þeir því allt að 60 mínútur til undirbúnings. Prófmenn eru beðnir um að hafa skilríki með í próf til staðfestingar á nafni og kennitölu. Almennar prófreglur á háskólastigi gilda um prófin og eru viðurlög við brotum brottvikning úr prófi og ógilding þess.

Prófmenn skulu hafa með sér eigin fartölvu í prófið og taka prófið á hana. Í prófsal verður aðgangur að rafmagni og innanhúss-neti og verða prófmenn aðstoðaðir eftir þörfum áður en prófið hefst. Gera skal ráð fyrir að eingöngu verði notuð skjöl í forritunum “word”, “excel” og “pdf” og er bannað að nýta sér önnur forrit eða rafrænar upplýsingar. Er farið fram á að prófmenn fjarlægi allar aðrar upplýsingar úr tölvum, eftir því sem kostur er. Yfirsetufólk mun fylgjast með að þessar reglur séu virtar. Prófmönnum er heimilt að hafa með sér öll gögn, þ.e. bækur, glósur og sambærilegar upplýsingar. Ekki er heimilt að hafa með upplýsingar á tölvutæku/rafrænu formi og ekki er heimilt að hafa neitt samband við aðra innan eða utan prófstofu. Prófmenn verða að takmarka það magn af upplýsingum og gögnum sem þeir hafa með sér, þannig að það rúmist þokkalega á eigin skrifborði. Minnt er á að tími til uppflettinga og lestrar er afar takmarkaður. Í svörum skal almennt miðað við gildandi staðla, reglur og lög hinn 30. september 2022.

Prófverkefni verður aðgengilegt í kennslukerfi skólans, Canvas, auk þess sem útprentað eintak verður á borðum. Til þæginda fyrir prófmenn mun prófnefndin setja eftirfarandi upplýsingar inn í kennslukerfi skólans, sem verður aðgengilegt prófmönnum í prófunum:

Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar í gildi í lok september 2022 og viðeigandi leiðbeiningar útgefnar af IFAC.

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar í gildi í lok september 2022.

Lög um bókhald, ársreikninga og endurskoðendur.

Lög um tekjuskatt, virðisaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald.

Lög um hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög og samvinnufélög.

Lög um tvísköttunarsamninga, gjaldþrotaskipti og önnur lög sem prófmenn kynnu að þurfa á að halda við úrlausn prófanna.

Reglur um stjórnarhætti fyrirtækja, útgefnar af Kauphöllinni og fleiri aðilum.

Siðareglur endurskoðenda.

Fyrirmyndir af áritunum.

Önnur lög og reglugerðir sem nauðsynleg eru við lausn prófanna.

Ekki má matast eða drekka úr opnum ílátum í prófstofu og reykingar eru ekki heimilaðar inni í skólanum. Slökkva þarf á farsímum og öðrum sambærilegum búnaði og láta þá af hendi við yfirsetufólk. Heimilt er að neyta matar og drykkja fyrir framan stofu eða samkvæmt nánari fyrirmælum yfirsetufólks. Nánar verður gerð grein fyrir þessu í upphafi prófsins.

Allir prófmenn fá úthlutað prófnúmeri, sem gildir alla prófdaga. Verða upplýsingar um prófnúmer hjá yfirsetufólki í prófstofu og formanni prófnefndar. Mikilvægt er að merkja allar úrlausnir, síður og skjöl í tölvu, með prófnúmeri, en ekki nafni. Er þetta gert til að tryggja hlutlægni í yfirferð eins og kostur er. Prófmenn fá afhent útprentað próf, en úrlausn prófs skal vera á rafrænu formi. Það skal áréttað að prófúrlausnir skulu ekki merktar með nafni prófmanns og varðar brot á þessari reglu ógildingu prófs.

Prófið er vistað á tilgreindu svæði í kennslukerfi skólans, sem prófmenn geta opnað. Leiðbeiningar verða gefnar um þetta í upphafi prófs og svo hvernig á að ganga frá prófum og skila í lokin. Tölvusérfræðingar verða til aðstoðar í upphafi og er unnt að kalla þá til eftir þörfum meðan á prófi stendur. Mikilvægt er að vista reglulega allar upplýsingar. Prófmaður ber sjálfur ábyrgð á að skila prófúrlausn með prófnúmeri í lok prófs.

Próftími er 7 klst. hvorn dag í prófi í endurskoðun og reikningsskilum og 5 klst. í prófi í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum. Það er fulltrúa prófnefndar að meta hvort að próftími verður framlengdur, en próftími verður aldrei framlengdur um meira en eina klukkustund. Komi til framlengingar verður það tilkynnt fyrir kl. 13. Reynsla síðustu ára er sú að ýmist hefur komið til framlengingar eða ekki og skulu prófmenn miða vinnu sína við uppgefinn próftíma.

Mat úrlausna

Við úrlausn textaspurninga er mikilvægt að prófmenn forðist að fjalla um annað en það sem spurt er um. Einnig skal lögð áhersla á að markmið prófmanna á að vera að setja svör sín fram á hnitmiðaðan og rökstuddan hátt, en ekki að setja sem flest orð á blað. Enda þótt mat á úrlausn taki fyrst og fremst mið af þeirri faglegu kunnáttu sem úrlausnir sýna, er jafnframt litið til skýrleika í framsetningu og málfari.

Ein einkunn er gefin fyrir hverja prófúrlausn og byggist hún á mati prófsemjenda og prófdómara. Til að standast próf þarf einkunnina 7,5 á skalanum 0-10. Prófmaður getur óskað eftir nánari upplýsingum um frammistöðu sína, þ.m.t. niðurstöður úr einstökum þáttum prófsins auk heildareinkunnar, samkvæmt ákvæðum 6. gr. reglugerðar nr. 589/2020, en heimildin hefur verið túlkuð þröngt af prófnefndinni. Fyrirspurnum skal beina til formanns prófnefndar. Samkvæmt ákvæðum 5. gr. reglugerðarinnar skal birta prófmönnum einkunnir innan tveggja mánaða frá því að prófum lýkur, en heimilt er að lengja þann frest um allt að einn mánuð.

Ágúst 2022.

Prófnefnd löggiltra endurskoðenda

*Úr prófreglum á háskólastigi

„ Nemanda sem þreytir próf á tölvu er aðeins heimilt að nota þann hugbúnað/forrit sem er tilgreindur af umsjónarmanni prófs/kennara. Nemanda er óheimilt með öllu að nota samskiptaforrit, samskiptatæki eða annan hugbúnað/forrit nema þann sem er tilgreindur meðan á próftöku stendur. Aðeins er leyfilegt að vista prófgögn á það svæði sem umsjónarmaður prófs tilgreinir.

Yfirgefi nemandi tölvu meðan á prófi stendur, t.d. vegna ferðar á salerni, ber honum að ganga þannig frá tölvu að prófúrlausn sé ekki sýnileg öðrum á skjánum.

Nemandi ber alfarið ábyrgð á að vista gögn reglulega og skila inn tímanlega við lok prófs. Noti nemandi eigin tölvu við úrlausn prófs áskilur umsjónarmaður prófs eða prófstjóri sér rétt til að skoða þau gögn og forrit/hugbúnað sem eru á tölvunni og eru notuð við úrlausn prófs. Einnig áskilur umsjónarmaður prófs sér rétt til að skoða annan hugbúnað á tölvunni og notkun hans. Nemendum, sem þreyta próf á tölvur, er hleypt inn í prófstofu 15 mínútum áður en próf hefst.“


Framkvæmd prófa

Á árinu 2022 verða prófin haldin í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, Reykjavík, í þremur áföngum dagana 6., 10. og 13. október og hefjast kl. 9:00 alla dagana. Eftir kl. 8:00 verður prófmönnum hleypt inn í prófstofu og hafa þeir því allt að 60 mínútur til undirbúnings. Prófmenn eru beðnir um að hafa skilríki með í próf til staðfestingar á nafni og kennitölu. Almennar prófreglur á háskólastigi gilda um prófin og eru viðurlög við brotum brottvikning úr prófi og ógilding þess.

Prófmenn skulu hafa með sér eigin fartölvu í prófið og taka prófið á hana. Í prófsal verður aðgangur að rafmagni og innanhúss-neti og verða prófmenn aðstoðaðir eftir þörfum áður en prófið hefst. Gera skal ráð fyrir að eingöngu verði notuð skjöl í forritunum “word”, “excel” og “pdf” og er bannað að nýta sér önnur forrit eða rafrænar upplýsingar. Er farið fram á að prófmenn fjarlægi allar aðrar upplýsingar úr tölvum, eftir því sem kostur er. Yfirsetufólk mun fylgjast með að þessar reglur séu virtar. Prófmönnum er heimilt að hafa með sér öll gögn, þ.e. bækur, glósur og sambærilegar upplýsingar. Ekki er heimilt að hafa með upplýsingar á tölvutæku/rafrænu formi og ekki er heimilt að hafa neitt samband við aðra innan eða utan prófstofu. Prófmenn verða að takmarka það magn af upplýsingum og gögnum sem þeir hafa með sér, þannig að það rúmist þokkalega á eigin skrifborði. Minnt er á að tími til uppflettinga og lestrar er afar takmarkaður. Í svörum skal almennt miðað við gildandi staðla, reglur og lög hinn 30. september 2022.

Prófverkefni verður aðgengilegt í kennslukerfi skólans, Canvas, auk þess sem útprentað eintak verður á borðum. Til þæginda fyrir prófmenn mun prófnefndin setja eftirfarandi upplýsingar inn í kennslukerfi skólans, sem verður aðgengilegt prófmönnum í prófunum:

Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar í gildi í lok september 2022 og viðeigandi leiðbeiningar útgefnar af IFAC.

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar í gildi í lok september 2022.

Lög um bókhald, ársreikninga og endurskoðendur.

Lög um tekjuskatt, virðisaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald.

Lög um hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög og samvinnufélög.

Lög um tvísköttunarsamninga, gjaldþrotaskipti og önnur lög sem prófmenn kynnu að þurfa á að halda við úrlausn prófanna.

Reglur um stjórnarhætti fyrirtækja, útgefnar af Kauphöllinni og fleiri aðilum.

Siðareglur endurskoðenda.

Fyrirmyndir af áritunum.

Önnur lög og reglugerðir sem nauðsynleg eru við lausn prófanna.

Ekki má matast eða drekka úr opnum ílátum í prófstofu og reykingar eru ekki heimilaðar inni í skólanum. Slökkva þarf á farsímum og öðrum sambærilegum búnaði og láta þá af hendi við yfirsetufólk. Heimilt er að neyta matar og drykkja fyrir framan stofu eða samkvæmt nánari fyrirmælum yfirsetufólks. Nánar verður gerð grein fyrir þessu í upphafi prófsins.

Allir prófmenn fá úthlutað prófnúmeri, sem gildir alla prófdaga. Verða upplýsingar um prófnúmer hjá yfirsetufólki í prófstofu og formanni prófnefndar. Mikilvægt er að merkja allar úrlausnir, síður og skjöl í tölvu, með prófnúmeri, en ekki nafni. Er þetta gert til að tryggja hlutlægni í yfirferð eins og kostur er. Prófmenn fá afhent útprentað próf, en úrlausn prófs skal vera á rafrænu formi. Það skal áréttað að prófúrlausnir skulu ekki merktar með nafni prófmanns og varðar brot á þessari reglu ógildingu prófs.

Prófið er vistað á tilgreindu svæði í kennslukerfi skólans, sem prófmenn geta opnað. Leiðbeiningar verða gefnar um þetta í upphafi prófs og svo hvernig á að ganga frá prófum og skila í lokin. Tölvusérfræðingar verða til aðstoðar í upphafi og er unnt að kalla þá til eftir þörfum meðan á prófi stendur. Mikilvægt er að vista reglulega allar upplýsingar. Prófmaður ber sjálfur ábyrgð á að skila prófúrlausn með prófnúmeri í lok prófs.

Próftími er 7 klst. hvorn dag í prófi í endurskoðun og reikningsskilum og 5 klst. í prófi í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum. Það er fulltrúa prófnefndar að meta hvort að próftími verður framlengdur, en próftími verður aldrei framlengdur um meira en eina klukkustund. Komi til framlengingar verður það tilkynnt fyrir kl. 13. Reynsla síðustu ára er sú að ýmist hefur komið til framlengingar eða ekki og skulu prófmenn miða vinnu sína við uppgefinn próftíma.

Mat úrlausna

Við úrlausn textaspurninga er mikilvægt að prófmenn forðist að fjalla um annað en það sem spurt er um. Einnig skal lögð áhersla á að markmið prófmanna á að vera að setja svör sín fram á hnitmiðaðan og rökstuddan hátt, en ekki að setja sem flest orð á blað. Enda þótt mat á úrlausn taki fyrst og fremst mið af þeirri faglegu kunnáttu sem úrlausnir sýna, er jafnframt litið til skýrleika í framsetningu og málfari.

Ein einkunn er gefin fyrir hverja prófúrlausn og byggist hún á mati prófsemjenda og prófdómara. Til að standast próf þarf einkunnina 7,5 á skalanum 0-10. Prófmaður getur óskað eftir nánari upplýsingum um frammistöðu sína, þ.m.t. niðurstöður úr einstökum þáttum prófsins auk heildareinkunnar, samkvæmt ákvæðum 6. gr. reglugerðar nr. 589/2020, en heimildin hefur verið túlkuð þröngt af prófnefndinni. Fyrirspurnum skal beina til formanns prófnefndar. Samkvæmt ákvæðum 5. gr. reglugerðarinnar skal birta prófmönnum einkunnir innan tveggja mánaða frá því að prófum lýkur, en heimilt er að lengja þann frest um allt að einn mánuð.

Ágúst 2022.

Prófnefnd löggiltra endurskoðenda

*Úr prófreglum á háskólastigi

„ Nemanda sem þreytir próf á tölvu er aðeins heimilt að nota þann hugbúnað/forrit sem er tilgreindur af umsjónarmanni prófs/kennara. Nemanda er óheimilt með öllu að nota samskiptaforrit, samskiptatæki eða annan hugbúnað/forrit nema þann sem er tilgreindur meðan á próftöku stendur. Aðeins er leyfilegt að vista prófgögn á það svæði sem umsjónarmaður prófs tilgreinir.

Yfirgefi nemandi tölvu meðan á prófi stendur, t.d. vegna ferðar á salerni, ber honum að ganga þannig frá tölvu að prófúrlausn sé ekki sýnileg öðrum á skjánum.

Nemandi ber alfarið ábyrgð á að vista gögn reglulega og skila inn tímanlega við lok prófs. Noti nemandi eigin tölvu við úrlausn prófs áskilur umsjónarmaður prófs eða prófstjóri sér rétt til að skoða þau gögn og forrit/hugbúnað sem eru á tölvunni og eru notuð við úrlausn prófs. Einnig áskilur umsjónarmaður prófs sér rétt til að skoða annan hugbúnað á tölvunni og notkun hans. Nemendum, sem þreyta próf á tölvur, er hleypt inn í prófstofu 15 mínútum áður en próf hefst.“


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica