Innlögn eða niðurfelling réttinda

Endurskoðandi getur óskað eftir því við endurskoðendaráð að leggja inn réttindi sín og falla þá niður réttindi og skyldur hans sem endurskoðanda nema annað leiði af lögum.

Ef mál endurskoðanda, sem óskar innlagnar réttinda, eru til meðferðar hjá endurskoðendaráði er innlögn réttinda ekki heimil nema málið sé látið niður falla samkvæmt lögum um endurskoðendur.

Óski endurskoðandi eftir því að fá réttindi sín sem endurskoðandi útgefin að nýju skal hann senda endurskoðendaráði umsókn þar um. Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókn:

  • Staðfesting frá vátryggingafélagi um gilda starfsábyrgðartryggingu.
  • Upplýsingar um að kröfum um endurmenntun sl. þrjú ár sé fullnægt.
  • Lögheimilisvottorð frá Þjóðskrá.
  • Staðfesting héraðsdóms um lögræði umsækjanda og að bú hans hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.
  • Yfirlýsing umsækjanda um að hann hafi gott orðspor og að hann sé þannig á sig kominn andlega að hann sé fær um að gegna störfum endurskoðanda.
  • Sakavottorð.

Endurskoðendaráð hefur heimild til að fella niður réttindi endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækja viðkomandi fullnægir ekki skilyrðum til löggildingar/skráningar. Þá getur endurskoðendaráð fellt niður réttindi endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis ef viðkomandi brýtur gegn lögum um endurskoðendur og endurskoðun eða vanrækir alvarlega skyldur sínar að öðru leyti að mati endurskoðendaráðs.


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica