Eftirlit

Endurskoðendaráð annast eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja.

Í eftirliti endurskoðendaráðs felst m.a. ábyrgð á löggildingu endurskoðenda og starfsleyfum endurskoðunarfyrirtækja, eftirlit með gæðakerfi endurskoðunarfyrirtækja, framkvæmd gæðaeftirlits auk eftirfylgni með því að kröfum um óhæði sé fylgt, innleiðingu góðrar endurskoðunarvenju og siðareglum endurskoðenda, kröfum um endurmenntun og starfsábyrgðartryggingu.

Endurskoðendaráði er heimilt að fella réttindi endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis úr gildi vegna brota gegn lögum um endurskoðendur og endurskoðun eða annarrar alvarlegrar vanrækslu á skyldum. Ef brot er ekki stórfellt getur endurskoðendaráð áminnt viðkomandi endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki. Einnig getur endurskoðendaráð í slíkum tilvikum fellt réttindi viðkomandi endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis tímabundið úr gildi í allt að þrjú ár. Samhliða þessum viðurlögum getur endurskoðendaráð lagt stjórnvaldssektir á endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki 

Ákvarðanir endurskoðendaráðs um veitingu, niðurfellingu og sviptingu löggildingar endurskoðenda og starfsleyfa endurskoðunarfyrirtækja eru kæranlegar til ráðuneytisins. Aðrar ákvarðanir endurskoðendaráðs sæta ekki stjórnsýslukæru.


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica