Málskot og ábendingar

Aðili sem telur á sér brotið af hálfu endurskoðanda með aðgerðum eða aðgerðaleysi hans getur skotið málinu til endurskoðendaráðs til úrskurðar. Mál skal lagt fyrir endurskoðendaráð með skriflegu erindi svo fljótt sem verða má en eigi síðar en fjórum árum eftir að brot var framið.

Endurskoðendaráð getur einnig tekið mál til meðferðar að eigin frumkvæði. Ákvarðanir endurskoðendaráðs eru endanlegar á stjórnsýslustigi og sæta ekki stjórnsýslukæru.