Valdheimildir endurskoðendaráðs

Ef óverulegir annmarkar koma í ljós við reglulegt eftirlit endurskoðendaráðs skal ráðið veita endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtækjum hæfilegan frest til að bæta úr þeim.Ef endurskoðendaráð telur að endurskoðandi hafi í störfum sínum brotið gegn lögum um endurskoðendur svo að ekki verði við unað og skal endurskoðendaráð í rökstuddu áliti veita viðkomandi aðila áminningu eða leggja til við ráðherra að réttindi endurskoðandans verði felld niður. Þá getur endurskoðendaráð með rökstuddu áliti vísað máli til opinberrar rannsóknar.