Hlutverk endurskoðendaráðs

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Í eftirlitinu felst ábyrgð á:

  1. löggildingu endurskoðenda og starfsleyfum endurskoðunarfyrirtækja,
  2. beitingu viðurlaga
  3. eftirliti með gæðakerfi endurskoðunarfyrirtækja og
  4. gæðaeftirliti skv. VII. kafla laganna.

Í eftirlitinu felst einnig ábyrgð á eftirfylgni með:

  1. því að kröfum um óhæði skv. V. kafla laganna sé fylgt,
  2. innleiðingu góðrar endurskoðunarvenju og siðareglum endurskoðenda,
  3. kröfum um endurmenntun skv. 9. gr. laganna og
  4. starfsábyrgðartryggingu skv. 8. gr. laganna.


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica