Próf til öflunar löggildingar til endurskoðunarstarfa

Til þess að öðlast löggildingu til endurskoðunarstarfa verður viðkomandi að standast próf sem prófnefnd annast. Próf eru að jafnaði haldin einu sinni á ári.

Endurskoðendaráð skipar prófnefnd til fjögurra ára í senn og eru prófin skrifleg.

Nánar er kveðið á um fyrirkomulag prófa í reglugerð nr. 595/2020 um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa.