Endurskoðunarfyrirtæki

Endurskoðendum er heimilt að stofna félag um rekstur endurskoðunarfyrirtækis í því formi sem þeir sjálfir kjósa, þar á meðal með takmarkaðri ábyrgð.

Endurskoðunarfyrirtæki má ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta eða beðið verulegan álitshnekki svo draga megi í efa hæfi þess til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um endurskoðun í lögum um endurskoðendur.

Í lögum um endurskoðendur nr. 79/2008 er gerð krafa um það að meiri hluti atkvæðisréttar í endurskoðunarfyrirtæki skuli vera í höndum endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu á Evrópska efnahagssvæðinu eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Þá er gerð krafa um það í lögum að meiri hluti stjórnarmanna í endurskoðunarfyrirtæki séu endurskoðendur eða fulltrúar endurskoðunarfyrirtækja. Skal endurskoðunarfyrirtæki tryggja að nöfn og heimilisföng eigenda fyrirtækisins séu aðgengileg almenningi.

Gerð er krafa um það í lögum um endurskoðendur að endurskoðunarfyrirtæki hafi formlegt gæðakerfi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitir endurskoðunarfyrirtækjum réttindi til endurskoðunarstarfa á grundvelli laga nr. 79/2008 um endurskoðendur.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir opinbera skrá yfir endurskoðunarfyrirtæki og má nálgast skránna hér.